Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 19
því að reka fleyg á milli þeirra meðlima UDF sem voru múslimar og þeirra sem voru það ekki. í Pakistan sáu bókstafs- trúarmenn sér leik á borði og efndu til úlfúðar út af bókinni til að reyna að end- urheimta pólitískt frumkvæði sitt eftir að þeir höfðu beðið afhroð í kosningum. Meira að segja í íran var ekki hægt að skilja atburðinn til fulls nema með því að skoða hann í tengslum við innri baráttu stjómmálaafla í landinu. Og í Bretlandi, þar sem veraldlegir og trúarlegir leiðtogar höfðu barist um völdin í samfélagi inn- flytjenda í meira en áratug, og þar sem mestanpart veraldleg samtök eins og Ind- ian Workers Association (IWA) höfðu verið á uppleið, varð „málið“ til þess að færa völd aftur til moskanna. Það er því engin furða þótt hin ýmsu moskuráð hiki við að binda enda á mótmælin, jafnvel þótt mörgum múslimum víðs vegar um landið finnist óþægilegt að vera bendlaðir við ofstæki og ofbeldi af slíku tagi, ef þeir ekki hreinlega skammast sín. Abyrgðin á ojbeldi liggur hjá þeim sem beita því. Síðastliðna tólf mánuði hafa menn áreitt, hrækt á, atyrt starfsfólk bóka- búða; bókaverslanir hafa fengið hótanir og þó nokkrum sinnum orðið fyrir sprengjutilræðum. Starfsfólk fjölmiðla hefur orðið fyrir herferð hatursfullra bréfa, ógnunum í síma, lífláts- og sprengjuhótunum. Stundum hafa mót- mælaaðgerðir snúist í ofbeldi líka. Meðan á stóru göngunni í London síðastliðið sumar stóð börðu göngumenn friðsama andmótmælendur sem þarna voru mættir í nafni mannúðarstefnu og veraldlegra sjónarmiða, og andmótmælastaða hinna huguðu Kvenna gegn bókstafstrú (þar sem múslimar eru í meirihluta) varð fyrir hótunum og aðkasti. Það eru engin hugsanleg rök fyrir því að taka vægar á slfkri framkomu bara vegna þess að hún er í nafni hinnar misboðnu trúar. Ef við á annað borð ræðum um „dónaskap“, „níð“, „hneyksli“, þá er bar- áttan gegn Söngvum Satans afar oft búin að vera eins dónaleg, níðangursleg og hneykslanleg og frekast má vera. Afleiðingin er sú að kynþáttafordómar hafa aukist. Ég fann ekki upp breskt kyn- þáttahatur, né Söngvar Satans. Kynþátta- jafnréttisráð (The Commission for Racial Equality, CRE), sem nú ásakar mig fyrir að spilla fyrir samskiptum milli kynþátta, er fullkunnugt um að árum saman lánaði ég alls konar svörtum og hvítum samtök- um og námskeiðum myndband af þætti mínum gegn kynþáttafordómum frá Stöð 4. Lesendur Söngva Satans komast ekki hjá því að taka eftir hversu mjög þar er vegið að kynþáttafordómum. Ég hef aldrei veitt kynþáttahöturum minnstu umbun eða hvatningu; en það hafa þeir hins vegar gert sem stjórna herferðinni gegn mér, með því festa í sessi verstu klisjumar um múslima sem þrúgandi, ófrjálslynda, bannlýsandi ofstækismenn. Ef Norman Tebbit5 hefur tekið upp gömlu viðlögin frá Powell gamla og ef kvein- stafir hans út af samfélagi margra menn- ingarheima fá hljómgrunn meðal þjóð- arinnar, þá bera þeir, sem brenna bækur og vilja banna þær, að minnsta kosti hluta af ábyrgðinni. Ég er ekki fyrsti rithöfundurinn sem islamskir bókstafstrúarmenn ofsækja á okkar tímum; meðal þeirra fremstu sem orðið hafa fyrir barðinu á slíku eru íranski rithöfundurinn Ahmad Kasravi, sem of- stækismenn stungu til bana, og egypski TMM 1990:2 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.