Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 24
evrópskum miðaldabókmenntum. Þvert á móti geyma þær frásagnir úr íhaldssömu sveitasamfélagi þar sem fólk hittist reglu- lega á héraðs- og þjóðþingum. Deilur rísa í íslendingasögum þegar menn ganga á rétt annarra eða lítilsvirða þá, fólk rífst vegna líkamsmeiðinga, landa- merkja, hvalreka, níðvísna, mansöngva, ásakana um galdra, ástir, svik og þjófnað. Við fylgjumst með málflutningi þegar bú- peningur og annað lausafé týnist, í erfða- og meiðyrðamálum eða málum sem rísa vegna aðstoðar við sakamenn. Og við sjáum hvernig menn takast á uin mannvirðingar innan héraðs og um yfirráð yfir goðorðum. Hinn almenni áhugi á sæmd og siðferði einstaklinga og fjölskyldna þeirra gegnir veigamiklu hlutverki í íslenskum sögum3 eins og raunar í nær öllum bókmenntum miðalda. Borið saman við aðrar bókmenntir tengist viðleitni manna til að verja heiður sinn og sæmd því að halda lífi, eignum og mannvirðingum og koma fram hefndum en síður því að falla að hetjulegri fyrirmyndar- hegðun þar sem eigin hagsmunum er fórnað í þjónustu við lénsherra og trúarbrögð eða til að verja fjöldann. I Islendingasögunum eru ekki skráðar staðreyndir og ekki er hægt að líta svo á að sögurnar endurspegli raunverulega atburði. Þær geyma oft sennilegar frásagnir af hversdagslegum viðburðum úr lífi íslenskra bænda og goða þeirra og staldra við pers- ónulega erfiðleika. í sumum, t.d. Gísla sögu, eru tragísk átök með undirtónum hetjusögu en í öðrum, t.d. Droplaugarsona sögu, er ekkert dregið úr smámennskunni sem kemur fram í hversdagslegum deilum manna. í bókmenntalegri textum eins og Njáls sögu og Laxdæla sögu er fortíðin mjög fegruð og menn kjósa kannski einum of oft að deyja með sæmd til að það sé fullkomlega sannfærandi. En frásögnin í þessum textum þróast og byggir á röð hversdagslegra og stað bundinna átaka sem mótast af viðteknum félags- og siðferðis- legum hegðunarmynstrum. Jafnvel þegar yfirnáttúrulegir atburðir eru látnir gerast á íslandi eru þeir settir inn í einhverjar þjóðfélagsaðstæður. Hér má sjá mun á milli sagna. Sögur sem eru skrifaðar þegar hefðin er að líða undir lok á fjórtándu öld og síðar voru settar saman þegar landið hafði verið undir erlendri stjóm í áratugi og tengsl við eldra samfélag þjóðveldisaldar höfðu dofnað. Þessar sögur, t.d. Grettis saga, Kjalnesinga saga, Harðar saga og Finnboga saga, voru skrifaðar eftir gullöld sagnaritunar, og eru miklu ótrúlegri og draga upp óljósari mynd af hinu forna þjóð- félagi en birtist í meginhluta sagnanna sem farið var að rita þegar á tólftu öld.4 Þessi grein mun fjalla um þennan meginhluta ís- lendingasagna. Þar sem ekki er vitað hverjir settu íslend- ingasögur saman er aðeins hægt að segja með vissu að textarnir lýsi ólíkum lands- svæðum og hafi verið skrifaðir á meira en hundrað ára bili af fólki með ólík þjóðfé- lagsviðhorf. Það er ekki tilviljun að Egils saga skuli vera eina Islendingasagan sem margir fræðimenn hafa orðið sammála um að geti verið eftir Snorra Sturluson.5 Ólíkt öðrum helstu textum bókmenntagreinarinn- ar eru aðalátökin í Egils sögu ekki látin gerast á íslandi og viðtekin íslensk þjóð- félagshegðun er ekki aðalatriðið í sögunni. Sagan snýst um forfeður Egils og ferðir hans í Skandinavíu, á Englandi og í Eystra- saltslöndunum. Þegar hann sest loks að á íslandi (í 76. kafla) breytist bygging frá- sagnarinnar og deilutengdar athafnir verða álíka áberandi og í flestum öðrum íslend- ingasögum. Áður var einkum sagt frá ævi og afrekum stórbrotins skálds og víkings en nú er sagt frá atburðum sem eru kunnugleg- ir í bókmenntagreininni: átökum, milli- göngu, lausn og bandalögum vegna hjóna- banda, ættartengsla og vinfengis. I meirihluta sagnanna er textinn sem 22 TMM 1990:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.