Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 31
frásagnareiningar hafi verið til í íslenskri
sagnahefð og mótast af mörgum kynslóðum
með munnlegri sagnaskemmtun. En síðan
brýtur hann upp þessar frjósömu hugmynd-
ir með því að láta þær falla að hugmyndum
sínum um ætlun höfundar, ætlun sem
stjórnast hafi af klerklegum hugarheimi
hins óþekkta skrifara. I Njáls sögu, segir
hann, „víkur klerklegur hugarheimur höf-
undarins nokkrum sinnum til hliðar á með-
an hann fylgir hefðbundnum mynstrum
munnlegrar frásagnar. Samt sem áður tekst
honum betur en nokkrum fyrri sagnaritara
að sameina þessi mynstur og láta þau öll
„vinna að sama marki“ sem bæði má nefna
kristilegt og fræðandi“ (bls. 163).
Einn vandi í sambandi við þessa kenningu
er að textarnir, þ. á m. Njáls saga, falla ekki
auðveldlega að formgerðarreglum Lönn-
roths. Hann harmar það hvemig sögurnar
standa gegn því sem hann álítur vera ætlun
höfundar á þrettándu öld:
Að hve miklu leyti gat hann [höfundur
sögunnar] fylgt þessum reglum [um að
setja saman úr smærri hefðbundnum
einingum, s.s. atriðum] og um leið
beygt þær undir heildarbyggingu sína?
Mjög fáum sagnariturum tókst þetta;
margir þróuðu hefðbundnar frásagnir
og fastmótuð atriði eins og það væri
markmið í sjálfu sér. Þeir gátu til dæm-
is endurtekið tuttugu sinnum að hetj-
unum hafi verið vel tekið og þær
leystar út með góðum gjöfum í hvert
sinn sem þær heimsóttu einhvem —
jafnvel þó að heimsóknirnar hafi litla
þýðingu og skipti ekki máli fyrir sög-
una sem heild. Vani og hefðbundnar
væntingar áheyrenda ýttu undir að
óþörf smáatriði voru tekin með. Þessi
veikleiki fylgir öllum munnlegum
bókmenntum og rituðum verkum sem
styðjast við munnlega hefð. (bls. 54-
55)
Eins og Andersson reiknar Lönnroth með
því að frávik frá mynstrinu séu til marks um
óþroskaðan höfund. En er hægt að ganga út
frá því að sögumaður hafi viljað forðast
endurtekningu — rétt eins og bókmennta-
smekkur hans hafi verið sá sami og fræði-
manna nú á dögum? Endurtekningin er ekki
aukaatriði heldur skiptir hún miklu máli
fyrir listina að segja sögu. I Njálu verða
endurteknar heimsóknir Flosa á bæi í leit að
liðsinni til þess að auðvelda áheyrendum að
meta hvort hann sé líklegur til að sigra eða
bíða ósigur. Söguhöfundur er vísvitandi að
draga upp mynd fyrir áheyrendur sína af
þeim skyldum sem krafist var eða lagðar
voru á menn.28 í þessu skyni notar hann
nokkur félagslega skilyrt hugtök eins og
„allvel“, „góðar viðtökur“ og með „báðum
höndum“. í miðaldatexta eru þetta ákveðn-
ar vísbendingar. Lönnroth er mjög góður
fræðimaður og í bók hans eru margar mikil-
vægar ábendingar. En með því að einbeita
sér að ætlun hins óþekkta höfundar skýst
honum stundum yfir mikilvæg atriði. Hann
afgreiðir áhugaverða áherslu sagnanna á fé-
lagslega nákvæmni sem endurtekningar og
útúrdúra. Honum skýst yfir að þetta venju-
lega einkenni munnlegrar frásagnar er meg-
inatriðið í hefðbundinni sögutækni íslend-
ingasagna.
Carol Clover um bókfestu
og samþættingu
Sams konar áhersla á ætlun hins óþekkta
höfundar liggur að baki í verki Carolar
Clover. í bók sinni frá 1982, The Medieval
Saga, heldur Clover því fram að þróað frá-
sagnarform Islendingasagna geti ekki átt
rætur að rekja til innlendrar hefðar. í anda
bókfestu leitar Clover að erlendum bókleg-
um uppruna og varpar fyrir róða innlendri,
munnlegri forsögu. Hún lítur fram hjá lög-
um, dómstólum, meðferð deilumála o.s.frv.
og heldur formi og inntaki eins aðgreindu
TMM 1990:2
29