Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 33
sem getur vísað í sjálfa sig og látið tvennum eða fleiri sögum fara fram samtímis. Með því að vinna út frá þessum hugmyndum sem fræðilegum grunni ákvarðar hún að hinn ólæsi íslendingurhafi ekki haft hæfileika til að segja lengri sögu en þættir eru. Hún skilgreinir þátt sem lengstu munnlegu sögu sem hægt er að segja í eðlilegri tímaröð. Samkvæmt þessu viðhorfi höfðu íslending- ar fyrir ritöld enga hefð fyrir tillærðri upp- setningu sagna og lagabálka. í þeirri munnlegu hefð sem þeir bjuggu við var því ekki að finna þau frásagnarmeðul sem þurfti til þess að hægt væri að setja saman sögu úr þeim litlu brotum sem hefðin geymdi. Á meðan Lönnroth tengir bygg- ingu sagna við deilumynstur þá líkir kenn- ing Clover um frásagnarbyggingu íslend- ingasögum við riddarasagnaefni og tekur ekki mið af íslenskum þjóðfélagsaðstæð- um. Þeim möguleika er ekki velt upp að hið skapandi afl sem liggur að baki þess að menn settu saman lausamálsfrásagnir megi að hluta rekja til þess að áheyrendur þurftu á frásögnum að halda sem fjölluðu um þeirra eigin áhugamál og héfðir.33 Samanburður Clover á rómönsum og ís- lendingasögum byggist á almennri notkun á samþættingu atburðarásar í þessum bók- menntagreinum en hún tengir einnig heild- arbyggingu sagnanna við flókið mynstur dróttkvæða og list víkingaaldar sem þróað- ist áður en ritlist breiddist út á Norður- löndum. Hún skrifar: „Lausamálstexti sagnanna er að vísu blátt áfram og eðlilegur og endurspeglar mynstur úr munnlegum frásagnarstíl; en heildarskipan sögunnar er augljóslega ekki jafn blátt áfram. Hún stendur nær hinu margbrotna mynstri í orð- færi dróttkvæða og efnislegri list víkinga- aldar en menn hafa almennt áttað sig á. Raunar virðist smekkur fyrir þessari sam- fléttun hafa lifað lengur í list orðsins en í efnislegum listum því að skreytilist vík- ingaaldar hnignaði ört á elleftu öld, að minnsta kosti sem opinberlega viður- kenndu listformi." (bls. 91) Þegar hér er komið verður erfitt að fylgjast með tenging- unni milli rómönsu og íslendingasögu. Bæði er að engin tengsl eru á milli rómansa og orðfæris dróttkvæða og eins hitt að orð- færi dróttkvæða er bundið af háttum, hend- ingum, stuðlasetningu, kenninganotkun og þörf fyrir að flækja myndmálið og slíta það í sundur — næstum allt þetta forðast lausa- málssögurnar. Til að skýra hin „margbrotnu mynstur" í samfléttuninni þróar Clover mjög almenna hugmynd um samþættingu atburðarásar sem er grundvöllur að greiningu hennar á sögunum. Hún skilgreiningar „þátt“ sem línulega frásögn af einhverju tagi sem segir frá persónu, stað eða hugmynd og kemur fyrir oftar en einu sinni í sögu. Af skilgrein- ingu hennar vaknar sú spurning hvort það sé margt sem ekki er hægt að setja undir þessa línulegu flokkun. Skilgreining hennar er svohljóðandi: Þáttur getur verið stuttur formáli að öðru eða heil ævisaga eða yfirlit um atburði og getur þá staðið einn og sér sem sjálfstæð frásagnarheild. í seinna tilvikinu er frásagnareiningin rofin og tekin upp síðar og rýfur þá aðra frá- sögn sem er aftur vikið til hliðar — og síðan tekin upp að nýju og rýfur þá þriðju frásagnareininguna. Þáttur get- ur líka verið persóna eða hópur pers- óna (fjölskylda, berserkir, flokkur árásarmanna), eða staður (Bergþórs- hvoll, skip, konungshirð), eða óljós vísbending um söguþráð (eins og í Eyrbyggja sögu og Heiðarvíga sögu) — raunar hvaðeina sem búast má við að sagt sé frá í einu lagi en er í stað þess fleygað niður. Þættir eru ekki heldur fastbundnir af formi: þeir skiptast og renna saman eftir því sem sagan þróast (eins og til dæmis í Njáls sögu þar sem TMM 1990:2 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.