Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 38
áhrifum, jafnvel innan fjölskyldu. Við þurf- um því ekki að leita fyrirmynda í víkingastíl eða frönskum rómönsum því að sambönd af þessu tagi leggja grunninn að samþættingu bókmenntanna. Milliganga tíðkast í öllum þjóðfélögum en er sérstaklega mikilvæg við aðstæður eins og á Islandi þar sem ákvarðanir voru einkum teknar undir þrýstingi frá jafningj- um. Síendurteknar frásagnir af milligöngu í fomsögum eru eitt af helstu sérkennum bókmenntagreinarinnar, einkum vegna þess að milliganga tengist oft heiðri manna og sæmd eða hefndarskyldu. Þessar endur- teknu frásagnir eru líka mikilvægar til þess að áheyrendur skilji hvemig gagnkvæmar skyldur, gjafir, fjölskyldutengsl o.s.frv. koma við sögu. Með því að vinna að milli- göngu opnast leiðir til að draga fleiri og fleiri bændur og höfðingja inn í deilur þar til lausn vandans er orðin þjóðfélagslega æskileg. Ferlið hlýtur því að snerta fólk sem stendur frammi fyrir þeim vanda hvort það á að blanda sér í málefni annarra. Af þessari ástæðu dvelja frásagnir jafnan við val ein- staklings sem stendur frammi fyrir sið- ferðislegum vandamálum, oft við ótrúlega raunsæislegar aðstæður. Er það hrein tilvilj- un að ýmsar minnisstæðustu persónur forn- sagna eru milligöngumenn, svo sem Snorri goði og Njáll Þorgeirsson eða skjólstæð- ingar þeirra, vinir og skyldmenni eins og Guðrún Ósvífursdóttir, Gunnar Hámundar- son og Skarphéðinn Njálsson? Þar eð fornsögur eru settar saman úr klös- um stuttra atburðalýsinga þá beinist athygl- in á hverjum tíma að þeirri deilu, milli- göngu eða lausn sem lýst er í hverjum klasa fremur en að fyrstu átökunum, sem hrundu öllu af stað, eða heildarlausn sögunnar. Þessi frásagnartækni gerði sögumanni kleift að raða atburðalýsingum á hvaða veg sem er, einnig þeim sem voru fullar af end- urtekningum. Hann gat einbeitt sér að fáum einstaklingum í einu og þannig meðhöndlað á einfaldan hátt það sem virðist vera gríðar- stórt persónusafn. Arangurinn er samtengd- ar, menningarlega háðar og skapandi frá- sagnir — afurð nafnlausra sögumanna sem unnu innan félagslega afmarkaðrar hefðar. Niðurstaða Hið skapandi afl sem liggur að baki því að menn sköpuðu lausamálsfrásagnir á Islandi til forna þarfnast ekki langsóttra kenninga um erlendan uppruna. Laust mál fornsagna byggir á traustri og einfaldri frásagnartækni sem opnaði bændum leið til að segja sögur af þeim atburðum sem skiptu bændur máli. Með því að nota þessa aðferð gátu sögu- menn sett saman þrjá höfuðhluta frásagna án þess að vera bundnir af ákveðinni röð: deildir átaka, milligöngu og lausnar. Inn á milli þessara virku þátta settu þeir síðan sögur af ferðalögum eða skutu inn öðrum mikilvægum upplýsingum, svo sem ættar- tölum, forboðum, þjóðfræðaefni, ráðgjöf, sögu fjölskyldueigna, baksviði persónu- legra og pólitískra kvaða og staðháttalýs- ingum. í Islendingasögu tengjast stuttar sögur og mynda heild með rökréttri framvindu átaka, þar sem ólíkar skyldur togast á og menn leita eftir stuðningi með milligöngu. í hin- um stuttu sögum birtast þær ólíku ástæður sem lágu að baki deilum og þær aðferðir sem menn höfðu til að sætta íslensk deilu- mál á miðöldum. Innan þessa ramma gátu sögumenn þróað persónur og kynnt nýjar hugmyndir sem bárust frá meginlandi Evr- ópu. Þeim var frjálst að fjalla um allar hliðar á félagslegum samskiptum í þeirri menn- ingu sem þeir bjuggu við, þar á meðal vegi ástarinnar, spillingu vináttu og þróun nýrra viðhorfa. Samhengið var nægilega vítt til að ná til kristinna viðhorfa og trúarsetninga og eftir því sem ný og oft erlend áhrif jukust í þjóðfélaginu á tólftu öld voru þau tekin upp 36 TMM 1990:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.