Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 46

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 46
að nokkru leyti sama sagnaheimi, en höf- undar Örvar-Odds sögu og Ans sögu bog- sveigis brjóta umgerð hefðarinnar og bæta við atriðum sem auðga sögurnar og dýpka. Hrafnista var nálægt nyrstu mörkum mannheima. Þar fyrir norðan voru göldr- óttir Finnar, Bjarmar, tröll og illþýði, sem Hrafnistumenn stríddu við með góðum árangri. Þó var mennska Hrafnistumanna ekki einhlít, Hallbjörn var hálftröll og Ketill var í vinfengi við nokkur tröll og gat Grím loðinkinna með laglegri tröll- konu. Hrafnistumenn voru goðsagna- kenndir útverðir bændasamfélagsins og bjuggu sem slíkir yfir eðli manna og jötna. Goðsagnir miðla jafnan á milli tveggja heima eins og í þessu tilviki, því söguhetjurnar eru að hálfu mennskar og að hálfu ómennskar. Goðsagnaefnið er augljósast í Ketils sögu hængs og Gríms sögu loðinkinna, en þó bera þær þess merki að hafa tapað einhverju af þessu goðsagnaeðli. Til eru goðsagnir þar sem þessi tengsl tveggja heima eru dramatísk þungamiðja. Sjá má tilhneigingu til þess hjá Katli hæng. Ástarævintýri hans með Hrafnhildi Brúnadótturerefni í drama, en það koðnar niður því sagan er skemmti- saga í samfélagi sem fyrir löngu er vaxið frá þeim spurningum um uppruna manna, sem goðsagnir fást einatt við. Ketill drep- ur tröll lesendum eða áheyrendum til skemmtunar, en goðsagnainntakið er steinrunnið. Ferð Odds til Bjarmalands er hefðbundinn liður í ferli fornaldarsögu- hetju, og hefur þann tilgang að sanna hetjuskapinn, ferðin er af öðrum toga en goðsagan. Án bogsveigir hafði öðrum hnöppum að hneppa en að slást við tröll. Þó er spaugileg athugasemd um það mál í lok sögunnar. Þá flytur Án heim til Hrafnistu og „átti oft at berja um þær skinnkyrtlur norðr þar“.6 Þessi setning, sem varla er upprunaleg í sögunni, þjónar þeim tilgangi að finna Áni stað í sam- félagi Hrafnistumanna, sem upphaflega var heimur trölla og forynja. Örvar-Oddur: Píslarsaga Oddur víðförli var tragískur ferðalangur í tíma og rúmi. Hann varð 300 ára gamall og þegar allar gerðir sögunnar eru lagðar saman, þvældist hann frá Berurjóðri og Hrafnistu til Finnmerkur, Bjarmalands, Risalands, Elfarskers, Svíþjóðar, Bret- landseyja, Irlands, Danmerkur, Sámseyj- ar, Garðaríkis, Grikklands, Sikileyjar, Akvitaníu, Jórsalalands, Sýrlands, Ung- verjalands, Vargeyja, Saxlands, Frakk- lands, Flæmingjalands, Hellulands, Geir- röðargarða, Húnalands, Bjálkalands, Hólmgarða, Gallíu og endaði loks í Hrafnistu og Berurjóðri. Hann komst yfir megnið af þekktum heimi síns tíma, auk 7 mikilla hugarheima. Munurinn á elstu gerð og miðgerð er sá, að miðgerðin teygir á stflnum, hann er orðfleiri og oft skýrari. Fáeinum atriðum er sleppt en önnur nánar útfærð. Til dæmis skýrist lýsing Odds í upphafi miðgerðar við að sviðsetja orðaskipti þeirra fóstur- feðga um hirðuleysi Odds með örvar sín- ar. Oddur krefst þess að Ingjaldur fómi uppáhaldshafri sínum í örvamæli handa sér. Það sýnir einþykkni hans og sjálf- stæði. Þemu sem liggja undir yfirborði frásagnarinnar í elstu gerð eru oft dregin fram í dagsljósið. Yngsta gerðin fylgir miðgerð, en bætir við ævintýrum, mest viðskiptum Odds við ófreskjuna Ögmund Eyþjófsbana. Rosemary Power telur að 44 TMM 1990:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.