Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 48
hans fá annað inntak eftir skírnina. Hann vinnur þær að mestu einn. Sagan myndar annarskonar félagsleg tengsl, því Oddur hjálpar þeim sem eru minni máttar. Hann byrjar neðst í þjóðfélagsstiganum, hjá Jólfi karli og félögunum Ottari og Ingj- aldi, en vinnur sig upp og fær kóngsdóttur að lokum. Eftir að Oddur er orðinn kóng- ur, fer hann norður í Berurjóður og deyr til að uppfylla spádóminn, en dauðdaginn er í kristnum anda. Þessi ferill hefur svip af píslarsögu, t.d. Jobsbók sem stundum hefur verið talin heilög ritning í hnot- skurn. Einsemdin og þjáningin eru hreins- un með ótvíræða merkingu fyrir heildina. Meginþema elstu gerðarinnar er félags- legt og trúarlegt. Félagsleg tengsl and- spænis einsemd, missi og þjáningu. Odd- ur sameinar víkingalíf og kristni. Hann er þjónn kristins réttlætis eftir skírnina og útrýmir heiðnum ófreskjum. Miðgerðin er efnislega samhljóma þeirri elstu, en með fyllri útskýringum og skarpara meg- inþema, t.d. eirðarleysi Odds og andstöðu hans gegn heiðni. Sem dæmi má nefna brottför Odds frá konu og dóttur á írlandi. I elstu gerðinni tilkynnir Oddur brottför sína en miðgerðin bætir við skýringu: „Þá fór enn við sik, at þá var Oddi svá leitt þar at vera, at ekki tjáir at letja hann né lið hans.“ Þetta sýnir aukna skáldskaparvit- und þegar höfundur túlkar beinlínis efnið. I yngstu gerðinni er Oddur sjálfur farinn að hugleiða hlutskipti sitt. Örvar-Oddur: Tilvistarkreppa Yngsta gerðin er orðin bóklegri, „hugs- un“ frásagnarinnar er markvissari. Við- bætur hennar auka við þema, sem stingur í stúf við hefð fornaldarsagna, þ.e. mann- legum eiginleikum og umfram allt tak- mörkunum hetjunnar. Hefðbundin hetja var nánast almáttug, gat gert allt sem hún þurfti, til að ná settu marki. Persóna Odds rúmar í elstu gerð andstæður sem yngri gerðirnar skerpa. Hann er vitur, einþykk- ur og metnaðargjarn. Hlédrægni dregur úr metnaðinum á ytra borði og sýnir um leið innri átök. Eftir skímina gerist hann auð- mjúkur, en eltingaleikurinn við Ögmund heldur framhleypninni við í fari hans. Hann er mannlegri, veikari í styrk sínum. Ævintýrin sem bætt er við sýna þetta, með því að setja hann sem trítil meðal trölla, eins og Hermann Pálsson og Paul Edw- ards hafa bent á.10 Það ævintýri hafði þó dapurlegar afleiðingar, því Vignir, efni- legur sonur hans og tröllastúlku, féll fyrir Ögmundi Eyþjófsbana. Vignir líkist Oddi, samskipti þeirra sýna veikleika Odds í grátbroslegu ljósi. Það er þó fyrst og fremst árangurslaus eltingaleikur við djöfulinn Ögmund, sem setur Oddi skorð- ur, undirstrikar að hann er mennskur, þó hann brjóti oft náttúrulögmálin. Ögmund- ur er sprottinn úr römmum galdri og sýnir andstæðu milli efnis og anda, sem Oddur getur ekki sigrast á.11 Þessi efnisþáttur, mannlegir eiginleikar Odds, gengur í gegnum alla söguna og dregur úr þeim hvörfum sem verða í elstu gerðinni. Andstæðurnar loða við Odd eftir hvörfin. Hann heldur áfram í víkingu, nær sér í fóstbræður eftir skírnina, til að elta Ögmund. Andstæðurnar eru nú fólgnar í persónunni Oddi, frekar en sjálfri fram- vindunni. Skoplegur framandleiki er dreginn upp í miðgerðinni, þegar Oddur og félagar sjá kirkju og messu í fyrsta sinn, það er síðan aukið í yngstu gerðinni, þegar Oddur þumbast gegn skírninni og setur skilmála: 46 TMM 1990:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.