Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 48
hans fá annað inntak eftir skírnina. Hann
vinnur þær að mestu einn. Sagan myndar
annarskonar félagsleg tengsl, því Oddur
hjálpar þeim sem eru minni máttar. Hann
byrjar neðst í þjóðfélagsstiganum, hjá
Jólfi karli og félögunum Ottari og Ingj-
aldi, en vinnur sig upp og fær kóngsdóttur
að lokum. Eftir að Oddur er orðinn kóng-
ur, fer hann norður í Berurjóður og deyr
til að uppfylla spádóminn, en dauðdaginn
er í kristnum anda. Þessi ferill hefur svip
af píslarsögu, t.d. Jobsbók sem stundum
hefur verið talin heilög ritning í hnot-
skurn. Einsemdin og þjáningin eru hreins-
un með ótvíræða merkingu fyrir heildina.
Meginþema elstu gerðarinnar er félags-
legt og trúarlegt. Félagsleg tengsl and-
spænis einsemd, missi og þjáningu. Odd-
ur sameinar víkingalíf og kristni. Hann er
þjónn kristins réttlætis eftir skírnina og
útrýmir heiðnum ófreskjum. Miðgerðin
er efnislega samhljóma þeirri elstu, en
með fyllri útskýringum og skarpara meg-
inþema, t.d. eirðarleysi Odds og andstöðu
hans gegn heiðni. Sem dæmi má nefna
brottför Odds frá konu og dóttur á írlandi.
I elstu gerðinni tilkynnir Oddur brottför
sína en miðgerðin bætir við skýringu: „Þá
fór enn við sik, at þá var Oddi svá leitt þar
at vera, at ekki tjáir at letja hann né lið
hans.“ Þetta sýnir aukna skáldskaparvit-
und þegar höfundur túlkar beinlínis efnið.
I yngstu gerðinni er Oddur sjálfur farinn
að hugleiða hlutskipti sitt.
Örvar-Oddur: Tilvistarkreppa
Yngsta gerðin er orðin bóklegri, „hugs-
un“ frásagnarinnar er markvissari. Við-
bætur hennar auka við þema, sem stingur
í stúf við hefð fornaldarsagna, þ.e. mann-
legum eiginleikum og umfram allt tak-
mörkunum hetjunnar. Hefðbundin hetja
var nánast almáttug, gat gert allt sem hún
þurfti, til að ná settu marki. Persóna Odds
rúmar í elstu gerð andstæður sem yngri
gerðirnar skerpa. Hann er vitur, einþykk-
ur og metnaðargjarn. Hlédrægni dregur úr
metnaðinum á ytra borði og sýnir um leið
innri átök. Eftir skímina gerist hann auð-
mjúkur, en eltingaleikurinn við Ögmund
heldur framhleypninni við í fari hans.
Hann er mannlegri, veikari í styrk sínum.
Ævintýrin sem bætt er við sýna þetta, með
því að setja hann sem trítil meðal trölla,
eins og Hermann Pálsson og Paul Edw-
ards hafa bent á.10 Það ævintýri hafði þó
dapurlegar afleiðingar, því Vignir, efni-
legur sonur hans og tröllastúlku, féll fyrir
Ögmundi Eyþjófsbana. Vignir líkist
Oddi, samskipti þeirra sýna veikleika
Odds í grátbroslegu ljósi. Það er þó fyrst
og fremst árangurslaus eltingaleikur við
djöfulinn Ögmund, sem setur Oddi skorð-
ur, undirstrikar að hann er mennskur, þó
hann brjóti oft náttúrulögmálin. Ögmund-
ur er sprottinn úr römmum galdri og sýnir
andstæðu milli efnis og anda, sem Oddur
getur ekki sigrast á.11
Þessi efnisþáttur, mannlegir eiginleikar
Odds, gengur í gegnum alla söguna og
dregur úr þeim hvörfum sem verða í elstu
gerðinni. Andstæðurnar loða við Odd eftir
hvörfin. Hann heldur áfram í víkingu, nær
sér í fóstbræður eftir skírnina, til að elta
Ögmund. Andstæðurnar eru nú fólgnar í
persónunni Oddi, frekar en sjálfri fram-
vindunni. Skoplegur framandleiki er
dreginn upp í miðgerðinni, þegar Oddur
og félagar sjá kirkju og messu í fyrsta
sinn, það er síðan aukið í yngstu gerðinni,
þegar Oddur þumbast gegn skírninni og
setur skilmála:
46
TMM 1990:2