Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 50

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 50
ónur fornaldarsagna vegna þess að hann er í senn mannlegur og rúmar andstæður. Það er einkum áberandi í yngstu gerð- inni. Ferill Odds líkist kristinni píslarsögu í elstu gerðinni, en tekur á sig mynd fárán- legs eltingarleiks við djöfullega tálsýn (í líki Ögmundar Eyþjófsbana) í yngstu gerð. Sagan er öðruvísi saman sett en aðrar sögur, hún dregur upp annan heim með öðrum persónum sem standa í öðru samhengi en tíðkast í fornaldarsögum. Framvindan byggist á óvæntum atburð- um, en um leið er Oddur alltaf að berjast gegn örlögum sínum, spádómi völvunnar. Því er sagan opin, en ekki lokuð í fastri formgerð ævintýra eða afþreyingarsagna. Hún opnar og gæðir lífi margbrotinn heim sem alltaf má breyta, enda er heildarsam- hengi sögunnar breytilegt eftir gerðum. Spaugarinn Án bogsveigir Segja má að Örvar-Odds saga hafi brotist út úr heimi og hefð Hrafnistu og lifi sjálf- stæðu lífi sem bókmenntaverk. Sögurnar af Katli og Grími rúmast aftur á móti hæglega innan vébanda hefðarinnar. Ket- ill hængur hafði þó ýmsa burði til að rjúfa hefðina. Þeir burðir felast annarsvegar í manngerðinni, hinni dökku hetju með einkenni kolbíts, hinsvegar í dramatísk- um möguleikum í tengslum hans við tröll, einkum ástarsambandinu við Hrafnhildi. Kolbítsmanngerðin er afbrigðileg, aðlag- ast illa félagslega og myndar oft sterkar andstæður í sögum vegna þess að kolbít- urinn sker sig úr. Frásögnin einkennist í upphafi af öryggi, og sýnir það hve sterk kolbítshefðin var. Mynd Ketils er skýr og skopleg, stílbragð úrdráttarins nýtur sín í hlédrægni hans og háði ásamt fíflsmynd- inni. En síðan ekki söguna meir, því Ketill aðlagast smám saman, fær ekki að giftast Hrafnhildi og tekur við hefðbundnu hlut- verki trölladrápara og fjölskylduföður. Það er náttúrlega út í hött að grufla í því hvað úr Katli og sögu hans hefði getað orðið, ef sagan hefði brotið viðjar hefðar- innar. En vísa má til Áns sögu bogsveigis, sem stælir vísvitað kolbítsminnið úr Ket- ils sögu. Sagan nýtir á glaðbeittan hátt sérstöðu kolbítsins. Höfundur hikar ekki við að láta Án fara að heiman og koma aftur með stól handa mömmu sinni eins og Ketill hafði gert og ná sér að auki í göldróttar örvar eins og Oddur átti. Það er ekki nóg með að sagan steli úr frændsög- um sínum, heldur hefur hún einnig látið greipar sópa um þema og efni fjarskyldari ættingja eins og Eglu. Ruth Righter- Gould segir að bygging þemans um tvo ólíka bræður gegn svikulum konungi sé sú sama og í Eglu.13 Sagan er full af gróteskum, grófum húmor, þar sem öllu er snúið við, þvert á alla skynsemi.14 Höf- undur fer frjálslega með hefðina og veld- ur vel hlutlægum sagnastíl. Vald hans yfir efninu veitir honum svigrúm fyrir mark- visst grín og útúrsnúninga. Byggingin er einföld. Lítið er af yfirnáttúrlegu efni, þess þarf ekki. Dæmi um frjálslega notk- un á hefðbundnu efni er meðferðin á þeim sið að setja afhöggvin höfuð illvirkja við þjó þeirra. Þegar Án drap Garan skálabúa hjó hann „af honum höfuðit ok dró hann út ok stakk nefinu í klof honum, at hann gengi eigi dauðr“. (Áns saga bogsveigis, 388) Án er ekki bara kolbítur. Hann er sér- vitringur, blanda af prakkara og fíflinu vitra, persónum sem miðaldahöfundar notuðu sem eins konar grímu þegar þeir vildu gagnrýna samfélög þar sem leik- 48 TMM 1990:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.