Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 53
heimdraganum, lendir í ýmsum ævintýr-
um, kvænist og verður rík. Það eru hins-
vegar leikur, háð og skop sem gera söguna
að margslungnu og lifandi bókmennta-
verki. Áns saga bogsveigis vinnur úr frá-
sagnarhefð, sem er einskonar fast viðmið,
en um leið rammi, sem góð saga þarf að
brjóta til að öðlast sjálfstætt líf. Þannig
birta sögur markvissa, gagnrýna hugsun.
Allt gildismat sem viðtekið er í hefð-
bundnum fomaldarsögum er dregið í efa
og hártogað. Án virðist varla sjálfur sækj-
ast eftir því sem honum hlotnast, á yfir-
borðinu er hann iðulega í varnarstöðu en
gerir þó allt eftir eigin höfði.
Niðurstöður
I upphafi þessarar greinar var talað um að
menn segi sögur til að átta sig á tímanum
og samhengi tilverunnar. Menn átta sig
ekki á neinu með því að sitja fastir í fyrir-
fram gefnum skorðum, heldur með því að
takast á við þær. Það er það sem Áns saga
og Örvar-Odds saga hafa gert hvor á sinn
hátt vegna þess að lifandi veruleiki og
söguefni tengd samtímanum sóttu á. Báð-
ar sögurnar brjóta upp mynstur og víkja
frá því hefðbundna og víkka þannig merk-
ingarsvið sitt stórlega. Áns saga gerir það
með markvissum leik og háði, Örvar-
Odds saga með áleitnu efni sem ekki rúm-
ast í hefðbundinni fornaldarsögu. I því
felst bókmenntalegt gildi þeirra.
í þessari afstöðu til hefðarinnar hlýtur
að felast ádeila sem stefnt er gegn sam-
tíma sagnanna, gegn ríkjandi gildismati
og siðferði, eða valdi fortíðar yfir samtíð-
inni. Tími sagnanna er ekki aðeins skorð-
aður við hina ytri framvindu. Þær fela í
sér tímaleysi hefðarinnar, fornan tíma
söguefnisins, en eru um leið bundnar rit-
unartímanum. Og þá eiga þær ekki síður
erindi til síðari tíma. Þegar sögur eru
gæddar því lífi sem lyftir þeim yfir hin
föstu mynstur, þá geta lesendur allra tíma
þekkt sig í þessum augnabliksmyndum
fortíðar.16
Það er einkenni á mörgum yngri sögum,
að þær eru sjálfhverfar, meðvitaðar um
eigin afstöðu til sagnahefðarinnar eins og
Áns saga, yngsta gerð Örvar-Odds sögu,
og reyndar umfram allt Grettla. Það er
vegna þess að þær byggja á hefð sem ekki
fær lengur eldsneyti úr samtímanum.
Sögur verða því ýmist að skipulögðu und-
anhaldi, hringsólandi flóttabókmenntum,
eins og sumar fornaldarsögur eru óneitan-
lega, eða gagnrýnin úrvinnsla. Þessar
sögur spegla átök við horfinn heim og
tíma. Hefðin er tekin til meðferðar af
söguhetjum, sem hljóta að eiga rætur í
ritunartímanum. I því felst gagnrýni og
endurnýjun hefðarinnar.
Hér hefur einkum verið fjallað um tvær
sögur frá 14. öld (þá vísa ég til yngstu
gerðar Örvar-Odds sögu), kannski frá síð-
ari hluta aldarinnar, sem sýna að þá gátu
menn enn skrifað góðar og margslungnar
sögur. Þetta á við um fleiri sögur frá þess-
um tíma. Ef til vill mætti endurskoða þá
viðteknu hugmynd að 14. öldin hafi verið
hnignunarskeið í sagnaritun. Jafnvel
mætti tala um nýtt blómaskeið þegar höf-
undar tóku að endurskoða og gagnrýna
sagnahefðina.
Grein þessi byggir að hluta á fyrirlestri sem hald-
inn var á rannsóknaræfingu Félags íslenskra fræða
17. desember 1988.
TMM 1990:2
51