Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 56
munnlegum flutningi — að benda á augljós mismæli kvæðamanns í þessum sama flutn- ingi og birta réttan texta í athugasemd.* Svo ætti það víst að vera nokkurn veginn aug- ljóst, að þegar kvæði er á annað borð komið í handrit, hvernig sem það kann að hafa orðið til í byrjun, og er skrifað upp, kannske aftur og aftur, getur það breyst og aflagast með ýmsum hætti sem handritafræðin kann nokkur skil á. Frá þessu sjónarmiði að minnsta kosti er til „frumtexti“, sem sé sá texti sem fyrst var skrásettur, og hvað sem öðru líður er það verkefni útgefanda (og skýranda líka) að reyna að komast sem næst honum og leiðrétta eftir mætti þær villur sem skotist hafa inn í uppskriftir. Heilsurækt fræðanna er að mínum dómi nokkuð þarfleg iðja og gæti „ádrepa“ Gísla gefið tilefni til að halda henni áfram enn um stund. En nú er mál að linni og kominn tími til að snúa sér að einu lokaatriði, sem frá vissu sjónarmiði mætti segja að sé kjarni málsins. Eg get þó ekki stillt mig um að skjóta hér inn einni leiðréttingu, sem leiðir okkur reyndar í áttina að áfangastað. Eg hélt því fram í ritdómi mínum, að skilningur eldri fræðimanna á ramma Völuspár væri rökréttur og í góðu samræmi við textann í heild, en Gísli hafnar alveg slíkri röksemda- færslu á þeim forsendum að „heildartext- inn“ sé „til kominn með samsuðu óskyldra handrita" (bls. 398), — hann sé sem sagt tilbúningur fræðimanna sem ekki sé hægt að byggja á. Þessi hugmynd kemur víðar fram hjá Gísla, að í eldri útgáfum af Völu- spá hafi verið birtur „blandaður texti“ og við hann hafi fræðimenn stuðst áður fyrr í túlkunum sínum á verkinu. Samkvæmt „hinum nýju viðhorfum“ séu slík vinnu- brögð ótæk og því leggur Gísli áherslu á að í útgáfu sinni og skýringum við kvæðið fari hann eingöngu eftir Konungsbókartextan- um. „Við þetta birtist ný Völuspá lesend- um“, segir hann í eftirmála útgáfunnar (bls. 94). En þetta er ekki rétt. Vinnubrögð fræði- manna, sem höfðu annan skilning á ramma kvæðisins en Gísli, voru miklu nákvæmari og betur rökstudd en hann gefur í skyn, þeir veltu fyrir sér mismun hinna ýmsa gerða þess, og þá kom fyrir að þeir tækju þá ákveðnu afstöðu að fara eingöngu eftir Konungsbók. Um þetta mætti margt segja (og að því var vikið í ritdóminum), en hér nægir að vitna í grein eftir Régis Boyer um uppbyggingu Völuspár, þar sem þessari stefnu er fylgt: „I propose to work exclus- ively with the Codex Regius version, al- though I am well aware of the risks involv- ed“.l) Það er því fjarstæða að halda því fram að í túlkunum sínum á kvæðinu hafi fræði- menn á undan Gísla sjálfum jafnan byggt á „samsuðu" úr „óskyldum handritum" og það sé einhver sérstök nýjung hjá honum að taka þann kost að fara eftir aðalhandritinu einu. Þetta kann að virðast heldur lítilfjörlegt smáatriði, en samt er rétt að spyrja: hvers vegna einfaldar Gísli málin þannig að sú mynd sem hann dregur upp verður að minnsta kosti villandi. Og þá er sem sé komið að kjarnanum, sem ég vildi benda á í lokin: það hefur naumast farið fram hjá lesendum „ádrepunnar“, að þær kenningar sem Gísli aðhyllist, svo og skilningur hans og notkun á þeim, gera honum ekki aðeins kleift að koma með sínar skýringar á eddu- kvæðunum, heldur leggja þær honum einn- ig óbrigðult vopn upp í hendurnar. Þetta kemur víða fram í „ádrepunni“, þannig að upptalningin verður einhæf og þreytandi, en hjá henni verður víst ekki komist: „Þetta gerðu fræðimenn hér áður fyrr en nú tíðkast það ekki lengur“ (bls. 396), „gallinn við þessar aðfinnslur er að þær eru ekki lengur til umræðu“ (sömu blaðsíðu), „þetta vanda- mál er ekki á dagskrá“ (bls. 397), „það er heldur ekki á dagskrá (. . .)“ (sömu blað- síðu), „það er ekki hægt að segja að eitthvað sé rangt á þeim forsendum að eldri fræði- menn hafi haldið öðru fram“ (bls. 398). 54 TMM 1990:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.