Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 64
runa efniviðarins: í Völuspá rekast heiðnar
goðsagnir og heimspekilegar hugmyndir
ekki á og í því birtist voldug og mótsetn-
ingalaus heildarsýn yfir sögu goða og
manna.
í þessu samhengi er ljóst, að hugmyndin
um neind og útfærsla hennar er eitt af þeim
heimspekilegu atriðum sem skáldið gat
ekki fundið í heiðinni goðafræði en hins
vegar kynnst í útleggingum kristinnar sköp-
unarsögu. Ef menn vilja fá sannanir fyrir
því, er þeirra ekki mjög langt að leita. Ýms-
um hefur orðið starsýnt á, að í hinni svo-
nefndu Wessobrunner-bæn, sem er þýsk og
frá 9. öld, kemur fyrir sama formúla og í
þriðju vísu Völuspár, „jörð og upphiminn",
og hafa menn talið að þar kynnu að vera
tengsl á milli, en aðrir hafa hafnað því á
þeim forsendum að þessi orð séu hvort sem
er útbreidd formúla. En menn hafa ekki
tekið eins vel eftir því, að þessi formúla er
ekki það eina sem kvæðin eiga sameigin-
legt: í Wessobrunner-bæninni er nefnilega
einnig verið að skilgreina hugtakið neind
með sams konar upptalningu á því sem ekki
var og þriðja vísa Völuspár hefur að geyma.
Munurinn er sá að upptalningin er heldur
lengri og ekki eins markviss og í norræna
kvæðinu, en orðin „jörð og upphiminn“ eru
liður í henni á báðum stöðunum:
ero ni was
noh ufhimil,
og eru þessar línur nánar því eins og fimmta
og sjötta ljóðlínan í þriðju vísu Völuspár og
hafa sama hlutverk. Loks má nefna að hug-
takið neind er skýrt sett fram í upptalning-
unni í báðum kvæðunum, en ekki á sama
stað: „niwiht“ í lok hennar í Wessobrunner-
bæninni og „ekki“ í upphafi hennar í
Snorra-Eddu.
Það er samt engin ástæða til að halda að
Wessobrunner-bænin sé „fyrirmynd" þess-
arar vísu Völuspár. Ólíklegt er að þýska
skáldið hafi verið frumlegt á nokkum hátt,
og innblástur þess var að minnsta kosti
heldur stuttur: það notar þessa neikvæðu
upptalningu einungis til að koma fram með
þá hugmynd, að þegar ekkert var, hafi guð
samt verið til og andarnir, og síðan kemur
bæn. Það er því langsennilegast að bæði
þýska skáldð og höfundur Völuspár séu að
útfæra guðfræðilegan topos: það atriði að í
báðum þessum germönsku útgáfum sömu
hugmyndarinnar skuli koma fyrir orðin
„jörð og upphiminn“ bendir til að skáldin
hafi þekkt hann í nokkuð ítarlegri og skyldri
útgáfu, þar sem merkingin var vitanlega
skýrt dregin fram. En af þeim tveimur er
það höfundur Völuspár sem útfærir þennan
topos miklu betur og setur hann inn í sam-
hengi þar sem hann segir miklu meira.
Af þessum ástæðum öllum finnst mér í
meira lagi ósennilegt að höfundur Völuspár
skuli hafa ruglast svo mjög í þeirri hugsun
sem hann var að setja fram að hann hafi
leyft Ými að gerast boðflenna í heimspeki-
ræðunni: það er hins vegar í samræmi við
vinnubrögð hans yfirleitt að hann hafi verið
búinn að hugsa sína hugmynd út í æsar og
síðan kunnað að útfæra hana eftir því. í
leiðinni hafi hann einfaldlega sleppt Ými
með öllu til að forðast ósamræmi, enda
kemur hann hvergi annars staðar fyrir í
sköpunarsögu Völuspár (nema ef til vill í
dvergatalinu, sem harla hæpið er að sé upp-
runalegt í kvæðinu): hugsun kvæðisins er
fullkomin án þess að hann komi þar nokkuð
við sögu. En þá vaknar spurningin: hvers
vegna fór maður sem var jafn vel að sér og
sleipur í heimspekilegum og guðfræðileg-
um bollaleggingum að semja heiðið goða-
kvæði?
Ljóst er orðið að til að velta þessu vanda-
máli fyrir sér, svo og öðrum vandamálum í
sambandi við Völuspá, stoðar harla lítið að
ímynda sér einhverja sagnasöngvara sem
hafi í sífellu verið að tvinna saman form-
úlum með það efst í huga að áheyrendum
62
TMM 1990:2