Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 71
Kenning Lords um eðli munnlegs skáld- skapar er ennþá í mótun. Spumingin stend- ur þó ekki um hvort hún sé altæk og gildi alltaf óbreytt um alla menn á öllum tímum. Með því að gangast inn á forsendur munn- legu kenningarinnar, eins og ég hef reynt að gera við lestur minn áeddukvæðum, erekki verið að taka bók Lords sem trúarrit heldur rannsaka munnlega menningu liðins tíma með því að bera hana saman við lifandi, munnlega hefð í öðrum löndum. Það merki- lega er að Einar Már virðist einmitt halda að slíkur samanburður bjóði upp á ýmsar nýtilegar leiðir í rannsóknum þegar hann segir: „Það er undarlegt hvað norrænum fræðimönnum sést oft yfir að það má hafa töluvert gagn af þeim spjöllum sem mann- fræðingar kunna að segja af fjarlægum þjóðum og sækja til þeirra margvíslegar hugmyndir." (bls. 63) Upplýsingar um íslenskt samfélag til foma verða alltaf fábreyttar ef við rýnum eingöngu í þær ritheimildir sem héðan hafa varðveist. Slík einsýni getur jafnvel leitt til þess að heimildimar fái sjálfstætt gildi sem hlutir (eins og menn sjá dæmi um af hand- ritunum okkar) en veruleikinn sem þær komu úr hverfi í skuggann. Ef við viljum hugsa upp eitthvert umhverfi utan um mannlíf í fomöld þá dugar skammt að styðj- ast eingöngu við það sem okkur finnst lík- legt að hafi verið þegar við sitjum heima í sófa og hugsum málið. Hins vegar geta samanburðarrannsóknir, eins og þær sem bók Lords er mikilsvert framlag til, stórbætt aðstöðu okkar vestrænna nútímamanna á þessu sviði. Rannsóknir á þjóðum sem ætla má að standi að einhverju leyti á svipuðu menningarstigi og íslendingar til forna og búa við aðstæður sem eru sambærilegar við þær sem við vitum að hér voru, geta m.ö.o. lagt mikið af mörkum við að draga upp heilsteyptari mynd af hinu forna þjóðfélagi og þeirri menningu sem þá var við lýði en okkur stendur til boða með öðrum rann- sóknaraðferðum. Slíkur samanburður ætti til dæmis að geta varpað nýju ljósi á hina innlendu munnlegu orðlistarmenningu og samspil hennar við ritmenningu kirkjunnar en af því samspili spruttu þær bókmenntir sem teljast til helstu heimsafreka íslend- inga: íslendingasögur og eddukvæði. * * * Með þessum orðum vil ég ljúka umræðu okkar Einars Más Jónssonar um munn- menntir og forn kvæði. Kenningar um munnmenntir hafa verið í örri þróun á undanfömum áratug og í allri umræðu um þær verða menn að kynna sér hvað aðrir hafa verið að rannsaka, hugsa og skrifa eftir að skipulögðu skólanámi þeirra sjálfra lauk. Þetta finnst Einari að vísu fráleit hugmynd og líkir henni við þann sið táninga að þurfa jafnan að þekkja nýjasta dægurlagið. Hann áttar sig hins vegar ekki á því að það er munur á að aðhyllast nýjustu kenningar gagnrýnislaust og hinu að setja sig inn í þær og taka afstöðu að því loknu. Ef menn gera það ekki er hætt við að fari fyrir þeim eins og manni sem fyndi bók Charles Darwin Um uppruna tegundanna í hillu hjá sér og tæki sér fyrir hendur að leggja að velli líf- fræðirannsóknir nútímans með því að beita heimatilbúnum sófarökum sínum til að hrekja þá kenningu sem þar er sett fram. Grein þessi er sú fjórða í skoðanaskiptum okkar Einars Más Jónssonar sem spruttu af löngum, glað- hlakkalegum og harðorðum ritdómi hans hér í Tímaritinu (3:88, bls. 381-88, „Góður veðurviti") um útgáfu mína frá 1987 á Hávamálum og Völu- spá. Ég svaraði dómnum í næsta hefti (4:88, bls. 395-400, „Fordómar fáfræðinnar") þar eð ég taldi að Einar hefði lítið kynnt sér þær fræðilegu for- sendur sem útgáfan byggði á og felldi því dóma sem kæmu henni ekki við. Aftan við þá grein má finna tilvísanir í nokkur rit sem um þessi fræði fjalla. í fyrsta hefti Tímaritsins árið 1990 (bls. TMM 1990:2 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.