Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 90
verkum Klossowskis og Barnes. En tæp- ast verður uni það deilt að siðaboðun á yfirleitt ekki upp á pallborðið hjá ný- stefnuskáldum. Og raunspekingarnir telja einmitt að siðferðislegar hugmyndir séu smekkbundnar, um þær er ekkert hægt að segja af viti. En nýstefnumenn og raun- spekingar láta sér ekki nægja efasemdir um siðaboðun; í báðum stefnum gætir efasemda um möguleika mannsins á að öðlast örugga þekkingu. I skáldsögu Faulkners, The Sound and the Fury, er sama sagan sögð frá sjónarhorni þriggja einstaklinga, og í Eyðilandi Eliots tala margar raddir. Sögumaður eða skáld hef- ur ekki „heiminn í hendi sér“, sannleikur- inn liggur ekki á lausu. í sígildu skáld- verki aftur á móti, t.d. Hringjaranum frá Notre Dame eftir Victor Hugo er sögu- maður alvaldur, hann notar tækifærið til að benda okkur á hversu hjátrúarfullt og fákunnandi fólk var á þeim tímum er skáldsagan átti að gerast. Efasemdir nýstefnumannsins um al- visku sögumannsins tengjast efa um ein- ingu sjálfsins. Og sá efi er einmitt einn af burðarásum raunspekinnar. Skynreyndir einar eru raunverulegar, allt tal um heild- rænt sjálf er frumspekilegur vaðall að dómi raunspekisinna. Og hvað gerir Jam- es Joyce? Hann leysir upp sjálf sögupers- ónanna og lýsir flæði skynreynda þeirra og hugsana. Svo getum við velt því fyrir okkur hvort það sé tilviljun að nýstefnu og raunspeki tekur að hnigna um svipað leyti, um það bil 1955-1965, og eru tæp- ast til lengur í upprunalegri mynd. Rit- höfundamir hafa endurheimt frásagnar- gleðina, heimspekingar trúna á siðfræð- ina. Það virðast því vera ákveðnar tengdir milli raunspeki og nýstefnu. Að minnsta kosti hlýtur raunspekingurinn að taka ljóð sneydd frumspeki fram yfir önnur, vilji hann vera samkvæmur sjálfum sér í frum- spekifjandskapnum — og þá er hann ekki lengur sjálfdæmissinni. Auðvitað getur raunspekingurinn bent á að enginn getur bannað honum að hafa þann listasmekk sem honum sýnist. En það er heldur ekki hægt að banna mönnum að trúa því að máninn sé úr grænum osti, það er ekki hægt að þvinga menn til skynsemi! Róttækur sjálfdæmis- sinni gæti valið þá leið að hafna allri skyn- semi, ekki bara á sviði lista, og segja sem svo að „Ekkert er satt“. En staðhæfingin „Ekkert er satt“ fellur um sjálfa sig: Ef hún er sönn, þá er hún ósönn, því þá er til að minnsta kosti ein sönn staðhæfing. Raunspekingar lenda í svipuðum vand- kvæðum ef þeir reyna að bjarga sínu skinni með því að staðhæfa að einungis raunhæfingar (e. empirical statements) og rökhæfingar (e. logical statements) geti talist skynsamlegar þannig að listdómar falli samkvæmt skilgreiningu utan sviðs skynseminnar. En eins og oft hefur verið bent á þá er þessi staðhæfing pósitífista hvorki prófanleg né röklega sönn og því óskynsamleg á þeirra eigin forsendum. En auðvitað gætu raunspekingar (og aðrir sjálfdæmissinnar) látið það eiga sig að fella listdóma og hunsað alla list. En hvað sem tautar og raular, þá hefur sjálfdæmis- stefnan að forsendu að allt listmat hvfli á röklegum sandi; en eins og við höfum séð má sækja rök fyrir ákveðnum listdómum í sjálfdæmisstefnu og raunspeki. Sjálf- dæmishyggjan fellur því um sjálfa sig. Astæðan fyriróförum sjálfdæmishyggj- unnar er að mínu mati sú að listfræðileg 88 TMM 1990:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.