Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 92
anda upp á nokkuð annað en billegar rök- brellur til að sýna fram á að listrænt mat sé ekki bundið á klafa geðþóttans? Hann hefur ekki bent á neina þá aðferð em nota má til að gera upp á milli listaverka. En þá vil ég afturkalla leyfið sem ég gaf Kuhn og minna á það sem hann segir um val milli vísindakenninga. Ekki ertil nein allsherjar formúla fyrir slíku vali. Skyn- semi í vísindum felst í yfirvegaðri beit- ingu þumalfingursreglna. Tilvísun til þess veruleika sem kenningarnar fjalla um hjálpar okkur ekki hætishót því við þekkj- um hann aðeins eins og hann birtist í þessum kenningum. Því er sú staðreynd að listdómar hafa engan veruleika feg- urðar að bakhjarli engin röksemd fyrir sjálfdæmishyggju. Skynsamlegur list- dómur byggir, rétt eins og dómur um gildi vísindakenninga, á yfirvegaðri beitingu þumalfingursreglna. Segjum að ég segi „Málverk X er betra en Y því þótt Y sé málað af meiri kunnáttu, þá er X frum- legra og ferskara.“ Hér reyni ég að beita tveim reglum, „frumleikareglunni“ og „kunnáttureglunni", vega og meta gildi þeirra í ákveðnu tilviki. En nú er frum- leikareglan ný af nálinni og tæpast for- senda listsköpunar. Og eru ekki reglur listanna að jafnaði ónákvæmari en reglur vísindanna? Sjálfsagt er það rétt en samt tel ég að til séu fáeinar nokkuð nákvæmar reglur um listsköpun. Það er t.d. ekkert vildarefni hvort menn telja falskan söng góðan eða vondan. Sá sem segir að falsk- ur söngur sé betri en ófalskur hefur ein- faldlega ekki skilið hvað söngur er því falskur söngur er misheppnuð tilraun til að syngja. Að vísu er hægt að nota falskan söng sem aðferð til að hræra upp í fólki eins og Nina Hagen hefur gert, en ekki að gera slíkan „söng“ að nýju viðmiði fyrir góðan söng. En þótt sjálfdæmishyggjan verði að gjalti fyrir hæstarétti rökvísinnar og skyn- semin verði tæpast gerð brottræk úr ríki listanna verður því vart á móti mælt að smekkur hvers og eins vegur meira við ljóðaval en við val milli vísindakenninga. Vísindaleg þekking vex, að minnsta kosti afstætt við viðmið eða markmið rann- sóknaráætlana, en listskilningur okkar dýpkar tæpast í tímans rás. „En fátt er svo með öllu illt . . .“, kvarðafæðin gefur listnjótendum færi á að vinna úr list með eigin hætti. Ég segi stundum bæði í gamni og alvöru að góður gagnrýnandi sé maður sem kann að kveðast á við skáldin! Hann leikur sér að ljóðum skálda sem yrkja í leiðslu. Hann stundar hug-leiðslu, leiðir hugann frá tákni til tákns á langri vegferð um ljóðið. Upplýsing tjáningarinnar, tjáning upplýsingarinnar Samt getur skáldskapur upplýst bæði hug og hjörtu. Heimspekingarnir Jiirgen Hab- ermas og Albrecht Wellmer segja að listir geti kennt okkur að sjá hið hversdagslega með nýjum hætti.12 Við lærum að sjá með glöggu gestsauga. Og áðurnefndur Paul Feyerabend segir að við skiljum aðeins heiminn með því að bera hann saman við draumaheima.13 En höfuðhlutverk skáldskapar á vorum dögum er tjáning, ekki upplýsing. Vilji skáld boða skoðun er oftast betra að skrifa pistil en angra lesandann með rímuðum ritgjörðum. Innblásinn af Max Weber seg- ir Habermas að nútímamenning greinist í þrjú meginsvið: vísindi, siðferði og listir, 90 TMM 1990:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.