Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 94
hreyfist með jöfnum hraða nema eitthvað trufli þá á vegferð þeirra. Slíka veröld hluta á jafnri hreyfingu má sjá fyrir hug- skotssjónum sínum. Og ekki spillir fyrir að tímahugtak sígildrar eðlisfræði er mjög í samræmi við daglega reynslu manna.18 En hver getur ímyndað sér „fjórvíða samsvörun yfirborðs kúlu“?19 Ef veröldin líkist yfirborði kúlu þá er hún takmörkuð þótt hún sé án endimarka. í slíkum heimi snýr ljósið aftur til upphafs síns og myndar því lokaðan hring en sam- kvæmt kenningum formgerðarstefnunnar er málið einmitt lokaður hringur þar sem merking orða ræðst alfarið af afstöðu þeirra til annarra orða. Hæfa ekki lista- verk, sem eru lokuð inn í sig sjálf og vísa ekki til ytri veruleika, vel slíkri heims- sýn? Tengslin sjást skýrar ef við íhugum þá staðreynd að þegar eðlisfræðingar tala um „fjórvíða samsvörun“ o.s.frv. þá nota þeir líkingamál eða réttara sagt líkanamál. Þeir telja sig ekki geta sagt hvemig heim- urinn er í „raun og veru“, þeir geta aðeins gert sér lfkön sem virðast frjó. Þannig bíta kenningar þeirra í skottið á sjálfum sér og enn sjáum við hringmyndun í heimssýn samtímans. Þessa heimssýn kýs ég að kalla „hringaða“, heimsmynd sígildrar eðlisfræði og reynsluspeki nefni ég „myndræna“. Eða var það tilviljun að skáldsagan raunsæja tók að láta á sér kræla skömmu eftir að sígild eðlisfræði kom til sögunnar? Og svo má bæta því við að ég vil nefna heimsmynd miðalda „táknræna“, fyrirbæri þessa heims voru jafnframt tákn fyrir eitthvað annað og list- sköpun í samræmi við það. En nú er annað uppi á teningnum og eðlisfræðingamir, sem byltu heimsmynd- inni í byrjun aldarinnar, töldu sig ekki geta ákvarðað hreyfingu og staðsetningu öreindar samtímis, og skáldin hættu að draga upp ljóðmyndir sem hafa skýra samsvörun í veruleikanum. Júrgen Habermas nálgast samband nú- tímalista og -vísinda með dálítið öðrum hætti. Vísindi, listir og siðferði á vorum dögum draga dám af þeirri fallveltis- hyggju sem er eitt af kennimörkum nú- tíma heimsmyndar. Fallveltishyggjan birtist í listum, tilraunastarfsemi margs konar, þar sem eldri tilraunum er ýtt til hliðar eins og afsönnuðum kenningum. Listin er orðin að tilraunastofu, segir 21 Habermas. Það er kannski þessi tilraunamennska sem gerir það að verkum að nútímalist er oftar en ekki ástríðulaus og köld, áherslan á hið tjáða birtist í formtilraunum hvers konar. Formið sigrar inntakið. Og margt af því sem nefnist nýstefna er jafnt hand- an tilfinninga sem skynsemi. „Kúnstin" verður „kúnstug“ og listamaðurinn grímuleikari. Ekki þar fyrir að kúnst- ugheit hafa svo sem ávallt verið til í heimi lista og birtast í meðvitaðri tilgerð bar- okkljóða og hátimbruðu myndmáli drótt- kvæða. En það að hafna jafnt skynsemi sem tilfinningum eins og t.d. súrrealist- arnir gerðu er nýjung í alvarlegri list. Hvað kröfuna um einlægni í skáldskap varðar þá er hún skilgetið afkvæmi „sjálfsins bólgna“ sem eitt sinn ríkti í ríki andans og er nú gengið fyrir ættemis- stapa. Svo er skáldunum frjálst að setja einlægnina og siðferðið í öndvegi að nýju og berjast þannig gegn sundurlimun menningarinnar. Kannski er þrígreiningin ein grein á meiði þeirrar vondu firringar sem allt ætlar lifandi að drepa. Og kannski 92 TMM 1990:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.