Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 103
segir Halldór Laxness í „Persónulegum minnisgreinum um skáldsögur og leikrit". Alla þessa öld hafa margir höfundar notað litla staði til að varpa ljósi á heim- inn. Þetta gildir um ýmsa brautryðjendur nútímabókmennta, einsog William Faulkner, Giinter Grass og Gabriel García Marquez; líka um yngri höfunda svo sem Salman Rushdie og Graham Swift. í norrænni frásagnarlist skýtur þeim einatt upp þessum litlu samfélögum, sem í raun eru mynd af stærri heimi. Sjálfstœtt fólk eftir Halldór Laxness, Gróður jarðar eftir Knut Hamsun og Nóatún eftir Will- iam Heinesen: allt eru þetta sögur um fólk sem sest að í litlum og einangruðum heimi en þessi litli og einangraði heimur er í rauninni aðeins smækkuð mynd af ver- öldinni allri. í norrænni frásagnarlist eru verk Will- iams Heinesens ef til vill skýrasta dæmi þeirrar aðferðar að ummynda lítinn stað í mikinn skáldskap. í verkum hans er höf- uðstaður Færeyja, bærinn Þórshöfn, heill heimur sem gengur bók úr bók, ýmist sem agnarlítið kríli eða sem höfuðborg al- heimsins. Annað skýrt dæmi um þessa aðferð eru skáldsögur Guðbergs Bergssonar, Tanga- sögurnar svonefndu. I sögum Einars Kárasonar, Djöflaeyjunni og Gulleyjunni, er gamalt braggahverfi notað til að segja sögu eftirstríðsáranna, varpa á hana nýju ljósi. Slíka heimssmíð er einnig að finna í verkum Görans Tunströms, einsog Jóla- óratóríunni og Þjófnum. Yfir þeim verk- um hvílir bæði biblíulegur og goðsögu- legúr blær; en notkun biblíulegra og goð- sögulegra minna, ásamt munnmælum og þjóðtrú, er mjög algeng í norrænum bók- menntum seinni ára: Svava Jakobsdóttir styðst við norræna goðafræði í Gunnlað- ar sögu, Torgny Lindgren sækir efnivið sinn í Gamla testamentið í Bat Seba. Með svipuðum hætti er sagan, sögulegir atburðir eða tímabil, notuð sem rammi fjölskrúðugrar frásagnarlistar. Grámos- inn glóir eftir Thor Vilhjálmsson byggir á sakamáli frá nítjándu öld. í Fyr og flamme eftir Kjartan Flögstad er pólitísk saga ald- arinnar sögð með ýkjukenndum dæmum. I Dagur í Austurbotni styðst Antti Tuuri við átakamikla atburði í sögu Finnlands. Tor Aage Bringsværd sækir efnivið sinn í bamakrossferðimar í upphafi þrettándu aldar og Ib Michael notar plágur miðalda til að gefa mynd af samtímanum. A sínum tíma töldu margir að sú upp- lausn skáldsögunnar, sem módemisminn fól í sér, yrði hinn endanlegi bani hennar, því nútíminn byði ekki upp á neinar frá- sagnir. En hinn svokallaði dauði sögunn- ar, upplausn hennar, opnaði henni aðeins nýja möguleika, víkkaði sjóndeildarhring þeirrar listgreinar að segja sögu. „Dauði“ skáldsögunnar var því um leið upprisa hennar en eitt af hlutverkum seinni tíma frásagnarlistar hefur einmitt verið að end- urreisa frásögnina á grunni þeirrar upp- lausnar sem hún hafði gengið í gegnum. Þó fæðingarvottorð skáldsögunnar sé í Evrópu og skáldsagan oft talin evrópsk En hinn svokallaði dauði sögunnar, upplausn hennar, opnaði henni aðeins nýja möguleika, víkkaði sjón- deildarhring þeirrar listgreinar að segja sögu. TMM 1990:2 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.