Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 104
listgrein, er athyglisvert að sú endumýjun sem átt hefur sér stað í sagnalist síðustu áratuga kom ekki nema að takmörkuðu Ieyti þaðan: í mörgum Evrópulöndum var nýraunsæið svarið við kreppu skáldsög- unnar en á sama tíma var merki skáld- skaparins hafið á loft í löndum „þriðja heimsins", fyrst og fremst í Suður-Amer- íku. Þaðan var flóðbylgju nýrrar frásagn- arlistar hrundið af stað. Þó hljóta margar þeirra nýjunga sem suðuramerískir rithöf- undar hafa verið taldir fulltrúar fyrir að hafa komið norrænum sagnameisturum, einsog Halldóri Laxness og William Heinesen, býsna kunnuglega fyrir sjónir. Skáldskapurinn hvílir ekki á neinni fyrirfram gefinni visku, hvað þá útsmog- inni þekkingu eða viðhorfum sem menn hafa orðið sammála um á ráðstefnum og þingum. Þvert á móti rís skáldskapurinn gegn allri staðfastri visku. Því líkist skáldskapurinn fremur niðurrifsmanni en lögregluþjóni. Trúarbrögð hans eru spumingarmerkið; efinn sem leitar í öng- strætunum fremur en viðhorf í alfaraleið. Bókmenntaverk, skrifuð út frá ákveðinni pólitískri sannfæringu eiga það á hættu að þegar málefnin, sem þau reisa veröld sína á, eru horfin standa þau ekki lengur sem bókmenntaverk heldur sem minnisvarðar málefnanna, óháð því hve góð málefnin eru eða slæm. Þeir sem telja að bókmenntir eigi aðeins að vera málpípa ákveðinna sjónarmiða eru aðeins með hugann við innihaldið, sjá viðfangsefnin sem aðalatriði, en gleyma að formið er hluti innihaldsins. Afstaða höfundar til veraldarinnar birtist í því hvemig hann lýsir veruleikanum en ekki hvaða skoðanir hann hefur á því sem hann er að lýsa. Nú mætti spyrja hvort hér séu ekki bara á ferðinni einhverjar listrænar Iummur; flótti frá veruleikanum eða frasar úr fíla- beinstumi. Já, er ekki verið að hafna hin- um brýnu vandamálum hversdagsins og spurningum er varða sálarheill mann- kyns? — Nei, síður en svo. Sú viska að skáldskapurinn láti hvorki nota sig né misnota í þágu kenninga eða valdhafa gerir þvert á móti auknar félags- legar kröfur til höfunda sem ætíð finna samtíðina brenna í huga sér. Það er því engin mótsögn fólgin í því að segja að þó nútíma skáldskapur sé ekki sama félagslega markinu brenndur — og ekki pólitískur í sama skilningi og hann var á sjötta og sjöunda áratugnum, á tíma- bili nýraunsæisins — þá hafi hann ekki síður þjóðfélagslegu hlutverki að gegna nú en þá og sé jafnvel pólitískari þegar öllu er á botninn hvolft. Að segja sögu eða skrifa hana þýðir í raun að sá sem það gerir leitar að mynstr- um og reynir að finna samhengi sem við fyrstu sýn eru ekki augljós. Á þann hátt er skáldskapurinn lífsviðhorf, sýn á heim- inn. Á tímabili nýraunsæisins töldu menn hlutverk bókmenntanna það að afhjúpa veruleikann og sýna einstaklinginn sem dæmigerðan fulltrúa sinnar stéttar og dag- skipanin var: að taka á vandamálunum. Þetta þýddi, með öðrum orðum, að „höfundar áttu . . og „höfundar skyldu . . Talað var í boðhætti. Síðan voru verkin metin eftir því hvemig þau pössuðu inn í hina fyrirfram gefnu mynd. Efinn, vangaveltumar og frásagnimar skiptu minna máli. Tímabil nýraunsæis- manna einkenndist því af óskáldlegum skilningi á skáldskapnum. Litið var á bók- 102 TMM 1990:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.