Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Blaðsíða 105
menntimar einsog hverja aðra stjóm- málahreyfingu og reynt var að finna sannleik, ekki svo ólíkan sannleikanum sem stjórmálamenn veifa í tíma og ótíma. En því má á hinn bóginn ekki gleyma að nýraunsæið hafði ákveðnu jákvæðu hlut- verki að gegna. Það tengdist margvísleg- um þjóðfélagslegum umbótum órofa böndum og var meðal annars afurð þeirrar vitundarvakningar sem átti sér stað á meðal kvenna. Um leið þýddi það að ýms- ir þjóðfélagshópar, sem almennt séð höfðu ekki verið á mælendaskrá bók- menntanna, tóku til máls. Þá átti það sinn þátt í að gera ýmis feimnismál að fremur hversdagslegum viðfangsefnum og með áherslu sinni á hversdagslífið víkkaði það á vissan hátt út svið skáldsögunnar. En að líta á bókmenntimar sem ræðu- stól eða umræðuvettvang fyrir þjóðfé- lagsleg sannindi eða ósannindi stríðir í raun gegn innsta eðli þeirra. Hvers vegna nýraunsæið varð jafn sterkt á Norður- löndum og raun bar vitni má eflaust rekja til þeirrar pólitísku vitundarvakningar sem átti sér stað, auk þess sem hafa ber í huga að sterk hefð er fyrir því í norrænum bókmenntum að litið sé á þær sem um- ræðuvettvang fyrir þjóðfélagsleg mál- efni. En að líta á bókmenntirnar sem rœðustól eða umrœðu- vettvang fyrir þjóðfélagsleg sannindi eða ósannindi stríð- ir í raun gegn innsta eðli þeirra. Fyrir síðustu aldamót grundvallaðist hið norræna raunsæi á þeirri kenningu Georgs Brandesar að bókmenntimar ættu að gefa rauntrúa mynd af veruleikanum ásamt því að taka upp vandamál til um- ræðu. Kenningar Brandesar hleyptu fersku Iofti um sali norrænna bókmennta og áttu sinn þátt í að gera þær að stórveldi. En það er með þær kenningar einsog svo margar aðrar: teknar upp hráar tæpri öld síðar eru þær sem skrípamynd af sjálfum sér. Á sínum langa þróunarferli hefur frá- sagnarlistin verið sá vettvangur þar sem þræðir sögunnar mætast og andinn lifir. í þeirri margflóknu og verkskiptu veröld sem við búum í er skáldskapurinn ef til vill síðasti stallurinn þar sem hægt er að standa og segja í anda endurreisnarmanna og Fomgrikkja: Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi. Það þarf því engan að undra þó skáld- skapurinn tjái það sem máli skiptir á ann- an hátt en fréttastofur fjölmiðla. Beri menn til dæmis saman fréttir frá „þriðja heiminum“ við skáldverk þaðan gefur það síðamefnda allt aðra mynd af ástandinu. í skáldskapnum stendur maðurinn and- spænis ofureflinu en fréttimar sýna að- eins ofureflið einsog það birtist. Sú endurreisn frásagnarlistar, sem hér hefur verið minnst á, á sér sínar félags- legu rætur og hefur sinn pólitíska boð- skap, því það sem hefur kallað frásagnar- gleðina fram, eru einmitt þær aðstæður sem heimurinn býr við. Eyðileggingin sem vofir yfir mannkyninu og sú tilfinn- ing að nú standi það á krossgötum hefur fætt af sér þá löngun að færa jafnt stóra sem smáa atburði í letur og segja sögur þannig að við finnum að heimurinn, þrátt TMM 1990:2 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.