Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 110
um sendi hann frá sér Útganga um augað lœst. Þar er stíllinn orðinn myndrænni, fág- aðri og á allan hátt betri. 1989 gefur hann út Síðustu hugmyndir fiska um lífá þurru. í bókinni slær ísak saman heimi manna og fiska, notfærir sér margræðni orðanna þannig að við sjáum heiminn í nýju og óvæntu ljósi. Dæmi um þetta eru titlar ljóðanna: „Upp- sprettur blekfisksins'1, „Marineraður smá- maður“ og „Uppsprettur mannfisksins". Stíllega séð er bókin eðlilegt framhald af Útgöngunni; kröftugt myndmál, fyndni og mikið af lýsingarorðum. Myndmálið er mikið sótt í eða tengt við sjóinn. Útkoman er oft skemmtilega nýstárleg. Ég nefni sem dæmi ljóðið „Þriðja eldisstöð frá sólu“. Þar líkir hann jörðinni við eldisstöð fiska og hver ann- ar en guð ræktar þá sem þar busla: Hér ræktar hann menn, fóðrar þá kvölds og morgna hlátri eða gráti — allt eftir þörfum hvers og eins Fylgist með þeim busla, dafna eða djöflast; þama syndir einn lífinu lof — þama bölvar því annar að hafa klakist út... Þegar þeir verða ekki eldri háfar hann þá á þurrt og sleppir þeim lausum á hnöttinn þarsem hann elur englana Hugtakið guð hefur ætíð sótt á ísak. En það var fyrst í Útgöngunni sem það verður áber- andi og í Síðustu hugmyndum fiska færist trúarskáldið enn í aukana og guð er hér orðinn meginstefið í ljóðagerð ísaks. Eins og sjá má á dæminu hér á undan tekur hann þó skemmtilega á þessu. Ég segi þó, því það virðist sem flest skáld geti ekki ort um guð af trúarhita nema uppskrúfaðir af væmni, síspólandi í 2000 ára gömlu myndmáli biblí- unnar. ísak sækir hinsvegar líkingar í nútím- ann. Hann er ferskur og frumlegur þegar hann yrkir um eitt áleitnasta umhugsunarefni mann kynsins. Og það er ekki illa gert: Guð minn góður, hví hefurðu valið mig! hrópaði ég spriklandi af fögnuði (. . .) og líkaminn leystist upp svo eftir stóð meining mín nakin og ég var ekki lengur fiskur í sjó heldur ljóð á blaði í Land- lífsins bók! og ég steig uppaf pappímum togaður bliki augna sem nutu alls sem ég var — en sjálfur skildi ég ekki orð því ég var ekki framar á íslensku: Ég var loksins loksins á flæðarmáli! (Úr „Næturvakt á strönd himnana“) Trúarjátning ísaks er hvorki lútersk né róm- versk-kaþólsk. Nei, einhvernveginn finnst mér hún vera íslensk; íslensk-kristin trú. Það er; einhverskonar blanda af guði Nýja testa- mentsins og algyðistrú. Stundum glittir í þá sannfæringu skáldsins að leiðin að guði sé í gegnum manninn. Ádeiluskáldið fær stundum að komast að fyrir trúarskáldinu. Isak er þó miklu yfirveg- aðri en í fyrstu tveimur bókunum. En efnis- lega deilir hann á það sama. Skotið er á sefjunarmátt fjölmiðla, sem leitast við að steypa alla einstaklinga í sama mót, og of- beldisfullan heim sem sýnir hvorki mönnum né náttúru virðingu, og grefur þar með undan tilveru sinni. Öll ádeiluskáld hljóta að elska mannkynið, annars nenntu þau varla að deila á það. Fyrstu bók ísaks lauk með upphafinni bjartsýni: „Og ljósið í manninum / mun skáka sólinni." ísak dregur greinilega ekkert í land í Síðustu hug- myndum fiska: „Maður, / þú ert ekki maður; / 108 TMM 1990:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.