Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 111

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 111
þú ert ástin / á öllum mönnum“. Þessi ádeilu- tónn, en um leið björt sýn á framtíð mann- kynsins, gerir ísak dálítið sérstakan meðal fremstu ungskálda 9. áratugarins. Skáld eins og Gyrðir, Sigfús Bjartmarsson og Bragi Ól- afsson hafa horft meira inn á við og velt við steinum í sálarlífinu en látið hræringar í heim- inum sig litlu skipta. Eftir baráttuhróp 8. ára- tugarins hefur orðið einhverskonar gjaldþrot í hugsjónum ungskáldanna. í síðari bókum ísaks fer minna fyrir beinum ádeilum; með aukinni myndbeitingu gerist skáldskapur hans flóknari og betri að mínu mati. ísak er frumlegur myndasmiður og naskur á snjalla orðaleiki, fáir standa honum á sporði þegar honum tekst best upp: „Hann var klæddur í nýjan sannleika", „þegar coke- merkið er sigið / til vesturs með sínu sam- gróna skrásetta / vörumerki og Pepsíteiknið trónir yfir / sofandi Esjunni“, „Einhver gæti verið í felum / bakvið Norð- urljósin“. Einu sinni orti Davíð Stefánsson um konu sem kynti ofn. ísak er ekkert að drolla í ein- hverri húsarholu heldur lætur konu skúra stjömuturn í samnefndu ljóði. Ljóðið er snjöll myndsmíð, fyndið en kannski full orðmargt. En þar sem ég er byrjaður að kvarta nefni ég til ljóðið „Næturvakt á botni geimsins (Safn- verðinum berst vængur)“. I ljóðinu koma fram helstu kostir ísaks og vísir að verstu göllunum. Byrjum á því jákvæða, góðu frétt- unum; ljóðið endar með mynd sem lýsir ljúf- um dauðdaga: Ekkert regn, heiðskír himinn kvikur af geislandi englum! Heyrir snöggan þyt og er fimlega gripinn í eldriðinn háf og hafinn upp í glerstjörnusal til skráningar Fyrsta erindi ljóðsins er lýsing á umhverfi ljóðmælandans: Einn í glerskápasalnum við flokkun og skráningu mislangfleygra fiðrilda undir síhækkandi eintali flóðsins á rúðunni (.. .) í ljósi þess að önnur orð ljóðsins eru vel valin og nauðsynleg, þá finnst mér þessi kynning aðstæðna ómarkviss og stíf, orðið „mislang- fleygra" er ófyrirgefanlegt. Erindið kemur í veg fyrir að ljóðið nái eðlilegri hrynjandi. Síðan er þetta ósmekklega upphrópunarmerki fyrir aftan englana. Nú finnst kannski sumum ég orðinn ansi smámunasamur, en í mínum huga er upphrópunarmerki hávært tákn og á sem slíkt ekki heima fyrir aftan svona mjúkt orð nema til að brjóta ákveðna stemningu niður. Ég get ekki séð að það hafi verið ætlun skáldsins í þessu tilviki. Nú þykist ég vita að höfundur noti þetta meðvitað sem stílbragð og fátt út á það að setja ef hann notar það í hófi. En það þarf ekki alltaf að hrópa til að ná fram sterkustu áhrif- unum. Leikari sem á að tjá ofsareiði getur gert það á áhrifaríkari hátt með því að hvísla með einn fingur á lofti, heldur en æpa og baða út öllum öngum. ísak mætti staldra við í orð- smiðju sinni áður en hann stækkar stafina og bætir upphrópunum við. Sum orð innihalda upphrópanir. Ég er ekki að mælast til þess að ísak falli frá þessu stílbragði sínu, vara ein- ungis við ofnotkun. Eitt dæmi um slíkt er fyrsta erindið í „Næturvakt á strönd himn- anna“: Eftir lokun þetta nýrekna kvöld gróf málmhreistruð ritvélin sig hljóðlaust uppúr sandbælinu, hnusaði djúpt í blóðþefjandi hafgolunni og tiplaði krókleiðis iðandi lyklum niðrá flóðlýsta ströndina með glampandi botnplötuna uppíloft, speglandi vinnuljós mánans Þessi útsala á sterkum orðum er yfirþyrm- andi: „málmhreistruð", „blóðþefjandi", TMM 1990:2 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.