Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 17
HÚNAVAKA
15
Hvert er starf veðurathugunarmanna?
Það er að gera veðurathuganir á þriggja tíma fresti allan sólar-
hringinn.
Hvernig höguðuð þið því? Ekki halið þið vaknað bæði hverju
sinni.
Nei, og þegar Hulda ætlar að halda áfram að útskýra, hvaða at-
huganir fari þarna fram, grípur Kristján fram í:
Þú svarar ekki spurningunni elskan mín. Ég vil láta það koma
skýrt fram að ég hafi ekki unnið allt verkið. Við höguðum jrví
þannigað við fórum yfirleitt ekki að sofa lyrr en að lokinni athugun
á miðnætti. Hulda vaknaði ævinlega kl. 3, en ég kl. 6 og við vorum
bæði vöknuð fyrir athugun kl. 9. Hver athugun tók nokkuð mis-
langan tíma og fór það að mestu eftir veðri. Ef við tökum úrkomu-
mælingu kl. 9 sem dæmi, gat hún tekið alllanga stund. Sérstaklega
var jrað jrá mikið liafði snjóað yfir nóttina, en allan snjó, sem í úr-
komumælana kom, varð að bræða og mæla síðan. Kom því stundum
fyrir að við urðum að byrja Jressa athugun kl. 7. Auk fastra mælinga
allan sólarhringinn vorum við með yfir 20 jarðvegshitamæla, sól-
skinshitamæla, sólgeislahitamæla o. fl. o. fl. Já, og í Jressu sambandi
má koma því að, þar sem veðurfræðingar kalla stöðina veðurrann-
sóknarsúið, að þarna hafa verið gerðar tilraunir með tvær gerðir af
hitamælaskýlum. Þau skýli, sem notuð eru hér á landi, eru að ég
held, íslenzk að gerð og nokkuð mikið lokuð. En hins vegar vorum
við með enska gerð af skýli, sem er mun opnara. Þar koma allar
hitabreytingar mun fyrr fram og álit mitt er það að í framtíðinni
verði hitamælaskýli á íslandi af ensku gerðinni. Hins vegar mun
það auka vinnu veðurathugunarmanna Jrá lníðar geisa, en vegna
þess, hve þau eru mikið opin, fyllast þau oftar af snjó. Svo vorum
við með snjódýptarmælingar, en þarna eru 37 stikur með 20 m
millibili. Með þeim fórum við einu sinni á dag.
Ég heyri á þessu að það er mikið verk að vera veðurathugarmaður
á Hveravöllum og alrangt, sem sumir halda, að lítið sé að gera?
Við héldum það væri ekki svo mjög mikið, Jrá við fórum uppeftir,
segir Hulda, en við komumst að því að það er fullt starf fyrir tvær
manneskjur. Auk þess, sem Kristján hefur talið upp, má nefna að
oft varð að fara út þá frost var og gæta þess að sólskins- og sólgeisla-
mælirinn hélaði ekki og yrði óvirkur. Urðum við oft að þýða kúl-
urnar með höndunum og þurrka af þeim. Þá sáum við um gróður-