Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 186
184
HÚNAVAKA
inga. í vetur starfar skólinn með
nokknð cjðru sniði en verið hef-
ur. Því hittum við skólastjóra
Kvennaskólans, frú Aðalbjörgu
Ingvarsdóttur, að máli.
Aðalbjcjrg, hvað vilt þú segja
mér um starf skólans í vetur?
í vetur hefur starfsemi
Kvennaskólans verið að tals-
verðu leyti með öðru sniði en
venjulega. Nemendur í heima-
vist eru nú aðeins 12, en skólinn
hefur pláss fyrir 86.
Er þá ekki nokkuð tómlegt í
skólanum?
Ekki vil ég segja það, því að
hér hafa verið haldin stutt nám-
skeið í vefnaði, fatasaumi, fcindri
og hannyrðum. Auk þess sækja
um 50 nemendur úr unglinga-
skólanum námskeið í matreiðslu.
Einnig eru þaðan 20 stúlkur í
handavinnu innan vébanda skól-
ans.
Svo þetta er þá nokkuð stcir
hópur, sem hér hefur notið til-
sagnar í vetur?
Það sem af er skólaárinu hafa
talsvert á annað hundrað nem-
endur ncctið tilsagnar í skólan-
um, svo að segja má að skólinn
hafi aldrei verið eins fjölmennur
og nú.
Hafa nemendur á námskeið-
unum búið heima, eða hafa þeir
að einhverju leyti haldið til í
heimavist skólans?
Námskeiðin hafa að lang
mestu leyti verið sótt af fólki,
sem býr hér á Blönduósi eða í
næsta nágrenni. Húsmæður út
um sveitir liafa mjög fáar mögu-
leika á að sækja þessi námskeið,
margar komast ekki frá heimil-
unum, og einnig er færi stund-
um stopult. Húsmæður hér á
staðnum geta sinnt heimilisstörf-
um og komið svo hingað að
kvöldinu. Hins vegar er sá mögu-
leiki fyrir hendi, að þær konur,
sem lengra eiga að sækja, geti
búið hér, og hefur verið boðið
upp á jrað.
Verða fleiri námskeið í vetur?
Ákveðin eru nú þegar nám-
skeið til inarzloka, og möguleiki
er á að þau verði fleiri.
Hvað starfa margir kennarar
við skólann?
Hér eru starfandi 8 kennarar
auk skólastjóra.
Hvað vilt jrú segja um fram-
tíðina?
Mér er ekki kunnugt um ann-
að en reiknað sé með að skólinn
verði rekinn með heimavistar-
formi áfram og 8 mánaða náms-
tíma eins og verið hefur. Hins
vegar er menntamálaráðuneytið
að vinna að breytingu á náms-
skrá fyrir húsmæðraskóla al-
mennt, og að svo komnu máli er
ekki hægt að segja um hver sú
breyting verður, eða hvenær hún
kemur til framkvæmda.
Jóh. Guðm.