Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 150
148
HÚNAVAKA
Bjarni Jóhann Jóhannsson, Bjargi, Höfðakaupstað, andaðist 12.
sept. á H. A. H. Hann var fæddur 22. nóvember 1900 í Bjarnastaða-
gerði í Unadal í Skagafirði.
Foreldrar: Jóhann Símonarson, bóndi á Bjarnastöðum og Bjarna-
staðagerði í Unadal og kona hans Anna Gnðrún Ólafsdóttir frá Bæ
á Höfðaströnd og Spáná. Kona Ólafs, móðir Önnu, var Lilja Þor-
steinsdóttir, Þorsteinssonar, stúdents og fræðimanns. Bjarni var
yngstur sinna systkina, en meðal þeirra var Gunnar alþingismaðnr
frá Siglufirði.
Bjarni missti föður sinn níu ára gamall og ólst síðan upp með
rnóður sinni við sveitastörf. Var hann lipur til verka og verklaginn,
greindur á bókina, því að alla æfi átti hann skýra hngsun, meðan
heilsa leyfði.
Þessi grannvaxni og spengilegi maður mátti vænta góðs af fram-
tíðinni, en hlutur hans var oft þungróinn. í byrjun bezta æfiskeiðs
hans varð hann heilsutæpur líkamlega um skeið.
Árið 1935 hóf Bjarni sjálfstæðan búskap að Þverá í Hallárdal og
setti saman bú með Rósu Pálsdóttur. Var þá mjög þorrið gengi Hall-
árdals og fækkað landsetum. Er þar nú alanðn.
Fluttu þau Bjarni og Rósa í Höfðakanpstað árið 1938 og bjuggu
þar lengst á Bjargi. Þan eignuðust þessi börn:
Jóhann Karl, múrari, kvæntur Þórunni Jónsdóttur.
Anna Ingibjörg, gift Gísla Magnússyni, matsveini.
Ragna, gift Jóhanni Viðar Aðalbjörnssyni, húsgagnasmið. Eru
þessi systkin búsett í Reykjavík.
Sævar, kvæntur Eygló Guðbjartsdóttur.
Sigurður, sjóinaður, og Frits, iðnnemi, en þau eru búsett í Höfða-
kaupstað.
Ingólfur, er drukknaði 17. janúar 1966.
Þau Rósa og Bjarni voru samhent í að sjá heimili sínu farborða.
Þau stunduðu jafnan heyskap og höfðu búskap. Auk þess sótti Bjarni
vinnu, það sem hann mátti í kaupstaðnum.
Guðrún Eijjarsdóttir andaðist 17. október á heimili sínu, Vind-
hæli í Vindhælishreppi. Hún var fædd 10. ágúst 1879 í Hafursstaða-
koti.
Voru foreldrar hennar F.inar Gíslason og María Guðmundsdóttir.
Sjá grein um Gísla, bróður hennar, í Húnavöku.