Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 143
HÚN AVAKA
141
Sigurjón var búþegn góður og kom honum vel, að kona hans var
búkona góð og starfsöm. Þá var hann söngmaður og lengi starfaði
hann í Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.
Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir, Brúarhlíð, Bólstaðarhlíðarhreppi,
andaðist 1. ágúst á H. A. H. Hún var fædd 25. ágúst 1898 á Brúna-
stöðum í Skagafirði. Voru foreldrar hennar Björn Jónasson og kona
hans, Björg Steinsdóttir á Brúnastöðum, en þá hjó þar mikill sveit-
arhöfðingi, Jóhann Pétursson, ömmuhróðir Guðrúnar í móðurætt.
Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum í Skagafirði, unz þau fluttu
að Syðra-Tungukoti, er nú heitir Brúarhlíð, 9 ára að aldri og dvaldi
hún þar alla æfi síðan. í Tungukoti hjó Stefán Arnason og var sonur
hans, Þorgrímur, 16 ára er Guðrún kom þar. Þau uppeldissystkinin,
Þorgrímur Stefánsson og Guðrún Björnsdóttir giftust 25. júní 1907
og hjuggu síðan í Tnngukoti. Þau eignuðust þessi börn:
Stefán, kvæntur Ingibjörgu Guðjónsdóttur, Reykjavík.
Björn, kvæntur Guðbjörgu Guðnadóttur, búa í Hafnarfirði.
Sigurhjörg, gift Daníel Daníelssyni, bónda, Tannstöðum.
Emilía, gift Guðmundi Eyþórssyni, bónda, Brúarhlíð.
Aðalbjörg, gift Pálma Ólafssyni, bónda í Holti á Asum.
Þá ólu þau hjón upp:
Hannes Agústsson, kvæntur Sigurlaugu Jónsdóttur.
Pálínu Pálsdóttur, gift Ársæli Guðsteinssyni.
Tungukot er eigi stór jörð, en einn kost, eða ókost, hafði hún
framar öðrum, þar sem tækni hins gamla tíma hafði að nokkru sigr-
að búskaparlagið við hina miklu jökulelfi, Blöndu. í Tungukoti var
ferjá fyrir fólk og hesta. Mátti Tungukotsbóndinn ávallt sinna kalli
og hláut ferjutollinn í staðinn. En húsfreyjan mátti veita mörgum
beina, er kvalinn og kaldur þurfti hressingar við. En til slíkra hluta
þarf sérstaka skapgerð, þjónustuanda og geðprýði. Þeim sem eiga
þann eiginleika, að vilja öllum gott gera, þó að auður sé eigi ávallt
í garði þeirra. Guðrún var kona gestrisin og mikil myndarkona um
allan þrifnað og búsýslu. Þá var hún og kona vel verki farin um
allan sáumaskap. Félagslynd kona, er hafði yndi af að blanda geði
við fólk. Kirkjurækin og starfaði mikið í kvenfélaginu. Þótt húsa-
kynni væru eigi háreist, né töðuvöllur stór á bakka hinnar óbrúuðu
jökulelfar, blessaðist hagur þeirra hjóna vonum framar. Er þau
hjón fengn dóttur sinni og tengdasyni jiirðina í hendnr, hafði töðu-