Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 22
20
HÚNAVAKA
við húnvetnska gangnamenn, sem livert hanst gista Hveravelli. Að
vísu var sá ljóður á, að eftir komu þeirra var engin þiirf fyrir Eystein
og Óskar þar efra. Þeir lnirfu til byggða, Eysteinn norður með
gangnamönnum, en Oskar til Suðurlands. Þá var skammt að bíða
vetrar.
Nú voruð þið við vinnu af og til allan sólarhringinn. Vildi mat-
málstími og annað ekki ruglast lijá ykkur?
Nei, við borðuðum ætíð á venjulegum matmálstímum og sváfum
á nóttunni, nema meðan við gerðum athuganir. Svo reyndum við
yfirleitt að leggja okkur smástund eftir liádegið, enda var nætnrsvefn-
inn oft stuttur.
Hvað tómstundagaman höfðuð þið helzt?
Við lásum bækur og hlustuðum á útvarp, en sjónvarp næst ekki
til Hveravalla. Svo höfðum við dýr hjá okkur, sem veittu mikla
ánægju. Fyrst höfðum við kött, en einhverra hluta vegna undi hann
aldrei á Hveravöllum. Á þriðja ári fengum við okkur svo hund.
Nú er sundlaug þarna. Fóruð ]rið ekki oft í sund?
Jú, á vorin áður en ferðamannatíminn byrjaði. Hins vegar fórum
við aldrei í laugina að vetrinum nema hlýtt væri í veðri. Laugin er
heit, en maðnr hleypur ekki ber úr lauginni yfir í sæluhúsið í miklu
frosti. Það er allt í lagi að gera slíkt í byggð, þar senr stutt er að
fara til læknis, fái maður eitthvert slen. En uppi á Hveravöllum verð-
ur maður fyrst og fremst að hugsa um heilsuna. Þar má aldrei hætta
á neitt að óþörfu.
Einhvern tíma heyrði ég sagt að ríkið ali refi á Hveravöllum?
Eg held það sé nú varla hægt að segja það, svarar Hulda, en hins
vegar er það satt að fyrstu þrjá veturna komu nokkrar tófur til
okkar og átu það, sem fleygt var. Það er alveg eins á Hveravöllum og
öðrum heimilum að alltaf eru einhverjir matarafgangar. Þetta átu
tófurnar, en þær voru flestar sex saman. Ég held að það hafi oft
verið þær sömu. Það var mjög gaman að fylgjast með þeim. Ef girð-
ingin, sem er í kringum stöðina, stóð upp úr snjónum var engin leið
að lokka þær inn fyrir. Þó kom fyrir, ef aðeins efsti strengurinn var
upp úr og sulturinn svarf, að þær stukku í háum boga vfir, væri eitt-
hvað mjög girnilegt fyrir innan. Þær voru alla tíð tortryggnar gagn-
vart okknr Kristjáni og engin leið fyrir okkur að nálgast þær. Fyrst
í stað voru þær það einnig gagnvart kettinum og þorðu ekki nærri
væri hann sjáanlegur, en þá hann Iét matinn í friði og var vinalegur