Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 175
HÚNAVAKA
173
GÓÐ VEIÐI.
Einar Guðlaugsson á Blönduósi
er landskunn refaskytta, enda
hefur hann mikið fengizt við
refaveiðar í fjölda ára og oft ver-
ið fengsæll.
Síðan 1963 hefur hann átt
skothús úr trefjaplasti, þar sem
mætast heiðargirðing Auðkúlu-
heiðar og Eldjárnsstaðagirðing.
Þarna dregur hann út á hverju
hausti hross, eitt eða fleiri, eftir
því, sem til fellur. Ætið hefur
hann í girðingarhorninu, en
skothúsið er norðan girðingar.
Síðan liggur Einar í húsinu þeg-
ar tungls nýtur og vindátt er hag-
stæð.
í fyrra vor, þann 5. apríl, var
veður hagstætt til legu, og ákvað
Einar því að fara. Nóttina áður
hafði verið suðvestan rosaveður
með miklum skafrenningi. Með
Einari fór Ingimar Sigurvaldason
bóndi á Eldjárnsstöðum. Þeir fé-
lagar komust ekki alla leið í bíl
sökum ófærðar, og urðu því að
ganga talsvert. í húsið voru þeir
komnir kl. 20.30 um kvöldið.
Bráðlega urðu þeir varirvið tófu,
sem skotin var. Síðan komu fleiri
af og til alla nóttina, og liðu
stytzt 10 mínútur á milli. Kl. 6
um morguninn hafði Einar skot-
ið 7 tófur og 1 mink. Auk þessa
telur Einar sig hafa tapað einni
dauðskotinni burt. Gekk hún
ekki alveg í ætið, heldur stopp-
Ntrturueiðin góðn.
aði á barði skammt frá, svo að
Einar varð að skjóta af talsverðu
færi, og sást hún falla niður af
barðinu. Einar gekk til og ætlaði
að sækja hana, en fann ekki.
Hafði hún komizt eitthvað burt.
Skömmu síðar varð ein vör við
slóðina hans og rauk burt áður
en möguleiki var að koma á hana
skoti. Telur Einar að hún hefði
gengið í ætið ella. Minkurinn,
sem Einar skaut þarna er sá eini,
sem hann hefur orðið var við á
þessum stað.
Ekki er vitað til að nokkur
maður hafi áður skotið svo mörg
hlaupadýr á einni nóttu. Alls
skaut Einar þarna í fyrra 13 tófur
og einn mink.
Nú fyrir skömmu lá F.inar í