Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 148
146
HÚNAVAKA
þetta raun gömlum manni og lítt færum, sú raun er bugað hefur
margan á liðnum öldum.
Það var eigi eðli Jónatans að knékrjúpa öðrum, né barma sér,
heldur harður undir brún leit hann á meðbræður sína, er töluðu
margt.
Á síðasta ári hafði hann losað sig við lendur sínar og lifandi pen-
ing. Margir höfðu verið honum vel á lífsleiðinni og svo var líka nú.
Þar á meðal þeir, er voru á barnsaldri og þekktu Jónatan, er var
barngóður maður.
Ingunn Þorvaldsdóttir, Skeggjastöðum, Skagahreppi, andaðist 21.
júlí á H. A. H. Hún var fædd 21. febrúar 1877 á Hofi á Skagaströnd.
Voru foreldrar hennar hjónin Þorvaldur Björnsson, bróðir Guð-
mundar í Víkum, og Sólveig Oddsdóttir frá Flatey á Breiðafirði.
Ingunn ólst upp með foreldrum sínum á Kálfshamri og í Víkum.
Árið 1906 giftist hún Magnúsi Tómassyni. Þau eignuðust þessi
börn:
Árnýju í Sunnuhlíð, Höfðakaupstað.
Sólveigu Aðalheiði, gift Hilmari Árnasyni frá Víkum. Búa þau á
Hofi.
Anna I.ilja, gift Hjalta Árnasyni, bónda á Skeggjastöðum.
Sigurlaug, gift Olafi Þórarinssyni, stöðvarstjóra á Hellissandi.
Hallgrímur, smiður í Reykjavík.
Þá ólust upp með þeim:
Magnús Halldórsson frá Hólma, allt frá frumbernsku.
Erla Sigurðardóttir frá Melsstað, frá bernsku. Gift Ólafi Guð-
mundssyni í Ólafsfirði.
Kristinn Tomssen Hólm, kvæntur Flóru Antonsdóttur. Búa í
Keflavík.
Þau hjón Magnús og Ingunn hófu búskap á Þverá í Hallárdal, en
fluttu 1911 að Skeggjastöðum og bjuggu þar til 1942, er Magnús
andaðist. Síðan dvaldi Ingunn þar allt til endadægurs.
Þeim hjónum búnaðist vel á Skeggjastöðum. Magnús var með
mestu jarðræktarmönnum hér um slóðir og hans lifandi peningur
gagnsamur. Síðasta haustið er hann lifði og leit akurlendur sínar
bleikar, lét hann mæla töðuvöllinn, er var 50 dagsláttur og hafði
ferfaldast um hans daga, en hann andaðist 3. júní 1942. En Magnús
bjó ekki einn. Ingunn kona hans var bæði þrifin og góðvirk. Hún