Húnavaka - 01.05.1972, Side 35
HÚNAVAKA
33
ina eftir íslenzka rithöfundinn, sem þú minntist á.“ Nafn Stalíns var
ekki nefnt.
Hvaðan færð þú helzt biblíur núorðið?
Það eru starfandi bibliufélög út um allan heim, sem annast út-
gáfu og dreifingu á biblíum. Ég hef heimilisföng þeirra allra, skrifa
þeim og hef fengið margar þannig. Biblíufélögunum í Asíu og Af-
ríku skrifa ég nær árlega. Þar eru alltaf að koma nýjar og nýjar þýð-
ingar. Alheimssamtök biblíufélaga gefa út rit fjórum sinnum á ári
og þar birtast fréttir um allar nýjar þýðingar. Það er mér mikil
hjálp. En svo fyrir nokkrum árum var stofnaður alþjóðlegur félags-
skapur til að vinna að biblíuþýðingum. Það þótti ganga af hægt hjá
biblíufélögunum. Ameríkumenn höfðu um þetta forgang og lögðu
mikið fjármagn fram. í þessum félagsskap eru aðallega málfræðing-
ar, en ekki trúboðar, þótt þeir vinni að trúboði líka, enda heitir fél-
agsskapurinn á ensku, Summer Institute of Linguistics, sem gæti
þýtt sumarstofnun málfræðinga. Þessir menn haga störfum sínum
þannig að settar hafa verið upp stöðvar á nokkrum stöðum í heimin-
um og þar dvelja málfræðingarnir og læra tungumál eða mállýzkur
frumstæðra þjóða. Síðan eftir þrjú til fimm ár eru þeir komnir það
vel inn í málið að þeir geta setzt niður og farið að þýða biblíuna á
þetta mál. En þar sem þessir þjóðflokkar eiga ekkert ritmál verða
þeir að búa það til í leiðinni og er þetta því eina bókin, sem til er á
þessum málum. Venjulega er aðeins kafli úr biblíunni gefinn út og
þá oftast fjölritaður, í mjög smáu upplagi. T. d. veit ég dæmi þess
að einn kaflinn kom aðeins út í 42 eint. og er því trúlegt, að innan
fárra ára verði ekkert eintak til í heiminum nema mitt, og ef til vill
hjá útgefanda. Ég hef nöfn allra þessara stöðva og er í bréfasam-
bandi við þá. Aðallega er þessi útgáfustarfsemi til þess að útbreiða
guðsorð, en þó hafa þeir flestir tekið mér mjög vel og sent mér það,
sem út hefur verið gefið. Þó er þar á undantekning. Eitt sinn frétti
ég að kafli úr Markúsarguðspjalli hefði verið gefinn út á indíána-
mállýzku í Norður Ameríku. Ég skrifaði þýðandanum, en hann var
doktor í amerískum indíánamállýzkum, og bað hann að senda mér
eintak. Svaraði hann mér fljótt og sagðist aðeins eiga fá eintök og
teldi þeim betur varið að útbreiða guðsorð meðal heiðingjanna, en
lenda á biblíusafni upp á íslandi. Hef ég því ekki enn fengið þá mál-
Iýzku. Annars er nú fátítt að mér sé svona tekið. Gagnstætt dæmi get
ég nefnt austan úr Nýju Guinea. Ég pantaði 7 biblíur frá Ástralska
3