Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 91
HÚNAVAKA
89
Það fór að vandast málið. En ekki gat það verið henni að kenna
að Steini hafði mikla hitasótt. Hvaða vitleysa. Samt leið Dísu hreint
ekki vel alla leið í skólann. Þegar þangað kom hrinti hún þessu úr
huga sínum, því að nú tók hitt viðfangsefnið við. Hvernig myndu
börnin taka henni?
Þegar hún hringdi bjöllunni klukkan hálf tíu, settust þau í sæti
sín hávaðalaust og tóku að skrifa reikningsdæmin sín. Siggi var
venju fremur upplitsdjarfur, rétti upp hendina og bað kennarann
að hjálpa sér með eitt dæmi. Konráð sat alvarlegur við vinnu sína
ogglotti ekki. O, hvað Aldís var glöð og þakklát í huganum. Börnin
höfðu borðað nestið sitt og drukkið kakó með, sem var hitað í
stórum þvottapotti á ofninum. Flest af þeim voru úti að leika sér,
en Aldís tók eftir því að Victor Gunnlaugsson, einn af stóru drengj-
unum, var eitthvað að vandræðast í kring um skrifborðið hennar.
„Var það eitthvað sem þig langar að spyrja mig um, Victor?“ spurði
Aldís og óskaði að hún gæti gert honum einhvern greiða. Hann var
fínlegur, ungur piltur, alltaf svo prúðmannlegur í framkomu, en
hún hafði ekkert tekið eftir því að hann hneigðist ofurlítið til þess
að tilbiðja nýja kennarann, þótt honum tækist ekki eins vel að hylja
það fyrir hinum strákunum. Victor brosti feimnislega, og svaraði
hikandi: „Ég ætlaði að spyrja þig. . . . að spyrja þig. . . . af því það
er svo kalt í dag, hvort þú vildir ekki að ég. . . . ég á við hvort þú
vildir ekki aka heim á hundasleðanum mínum. . . . ég get hlaupið
á eftir.“ Aldísi varð orðfall, það var ekki frítt við að hún viknaði við.
„En hvað þetta er fallega hugsað af þér, Victor. Ég skal jriggja boðið
með þökkum." Andlit Victors ljómaði af ánægju og hann hljóp út.
Óðar en varði var klukkan orðin fjögur. Börnin voru að tínast
út. Victor hélt á húfunni sinni og lézt vera að raða bókunum sínum
vandlega. Aldís flýtti sér að laga til á skrifborðinu. Hún ætlaði að
sleppa því í kvöld að skrifa dæmin á veggtöfluna.
„Komdu sæl, Miss Helgason.“ Jóhann Gíslason stóð í dyrunum,
fyrirferðarmikill og merkilegur á svip. Aldís stóð og starði eins og
væri hún dæmd, og allur þessi fagri dagur með sigri sínum og há-
fleygu framtíðarvonum hrundi í rústir við fætur hennar. Koma
Jóhanns boðaði áreiðanlega illt! Átti nú máske að reka hana frá stöð-
unni fyrir níðingsverk hennar á blessaða, saklausa barninu, honum
Sigga? Nú varð Aldís verulega reið. Hún teygði úr sér og bjóst til
að bera rösklega hönd fyrir höfuð sér.