Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 60
58
HÚNAVAKA
Menn höfðu ekki veitt mér neina sérstaka athygli, en litu nú á
mig stórum augum, en siigðu ekki neitt.
„Mér finnst það ekki forsvaranlegt,“ hélt hann áfram, að senda af-
styrmi eins og þetta í heiðargöngur með almennilegum mönnum.
Frá hvaða bæ ertu eiginlega?“ spurði hann svo. Ég sagði honum það.
„Já, vissi ég ekki,“ sagði hann, „það er enginn strákur til á þeirn
bæ. Ég þekki bóndann vel. Þar eru aðeins hjónin á heimilinu, ung-
lingsstúlka og lítill drengur. A ég nú að segja ykkur hvað hér er á
ferðinni. Bóndinn hefur leikið á okkur með því að dulbúa stelpuna
í karlmannsföt og ætlar þannig að svíkjast um að gera full gangna-
sk.il. Ég skil ekkert í honum Jóni mínum.“
Ræða þessi vakti almenna athygli. Sumir brostu í kamp, öðrum
þótti málið taka nokkuð óvænta stefnu, en lögðu þó ekkert til.
„Hvað ertu kallaður, ég meina livað heitirðu?“ sagði hann og
sneri sér að mér. Ég sagðist heita Jónbjörn. ,, Já, vissi ég ekki,“ hróp-
aði hann upp. „Hafið þið nokkurn tíma lieyrt nafnandskota líkt
þessu.“
Þeir játuðu flestir að nafnið væri fágætt en það gæti þó ekki falizt
í því nein sönnun fyrir sérstakri sakargift á hendur mér.
„Mér er nú alveg sama um það,“ sagði sessunautur minn, „en ég
legg nú til að við tökum hann nú þegar og skoðum liann í allra við-
urvist, til þess að fá úr því skorið, hvers kyns hann er.“
Þessi uppástunga vakti almennan hlátur og lófatak sumra. Mér
sjálfum fannst málið vera farið að taka nokkuð óvænta og óvið-
felldna stefnu og var ekki vel ljóst hvernig ég gæti snúizt við þessu
svo sæmilegt væri.
„Jæja, Jónbjörn," sagði sessunautur minn. Nú eru tveir kostir
fyrir hendi. Annað hvort sýpur þú nú þegar á þessari flösku, sem ég
rétti þér, eða þú verður tekinn hér á staðnum og skoðaður til að
ganga úr skugga um hvers kyns þú ert, vegna þess að á því leikur
nokkur vafi frá okkar sjónarmiði.“ Samstundis greip hann flöskuna
um stútinn og rétti mér hana.
Mér varð það fyrst til ráðs að ég greip svipuna mína, sem lá við
hliðina á mér og sló þéttingsfast á rnóti flöskunni og hitti hana rétt
fyrir neðan stútinn, fast við hendi eigandans. Eins og nærri má geta
fór hún í smámola og hélt hann eftir parti af stútnum. Tjaldbúar
ráku upp hlátursrokur og sumir klöppuðu. Sessunautur minn leit
fyrst höggdofa á stútinn, sem hann hélt á, þar næst á flöskubrotin.