Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 80
78
HÚNAVAKA
Að aflokinni skoðun og neyzlu rausnarlegra veitinga á Harra-
stöðum, en þar fannst enginn vottur sýkingar, var haldið að Stóra-
Skógi, sem stnndum var nefndur Þykkviskógur áður fyrr. Vart er
hægt að segja að Benedikt bóndi tæki okkur tveim höndum, þótt
vel væri veitt og mun það meir hafa staðið í sambandi við erind-
reksturinn en erindrekann, en þá höfðn Dalamenn átt lengi í hinni
illvígustu baráttu við mæðiveikifjandann. Skoðun var þó látin uppi
og gekk hún með miklum hraða og var því næst haldið að Kirkju-
skógi. Um þær mundir slóst í förina Jón Sumarliðason, áður bóndi
á Breiðabólstað í Sökkólfsdal, en hættur búskap er þetta gerðist og
orðinn þingvörður, en var í sauðfjársjúkdómanefnd þá. Fór hann
til skoðunar á einhvern næstu bæja. Ekki var margt sauðfé í Kirkju-
skógi og skoðun því fljótlokið, en ekki fékk ég að koma þar í bæinn.
Agúst sagði að þar byggi ekkja á góðum aldri, mjög falleg og taldi
hann að hættulegt gæti verið sálarfriði mínum — og jafnvel líkams-
friði líka, að sjá hana. Sjálfur gekk hann til bæjar að skoðun lokinni
til að heilsu frúnni og þvo hendur sínar — að hann sagði, taldi hann
sig svo brynjaðan að öllu væri óhætt. Á meðan sat ég í bíl mínum
og raulaði með angurværum rómi „Við freistingum gæt þín og falli
þig ver“. Gat það átt við okkur Ágúst báða eftir atvikum.
Nú var förinni snúið að Saurstöðum í Haukadal og gerðist áliðið
dags. Sízt er hægt að segja að leiðin væri greiðfær, því að sullast varð
yfir Haukadalsá framan við vatnið og tóku þá við flatlendisflæmi
allmikil, skorin af skurðum og síkjum, en vegna kunnugleika þeirra
félaga og færni bílsins, að ógleymdum bílstjóranum, komst allt í
höfn á endanum.
Við skoðun á Saurstöðum fannst engin sýking, en ekki var henni
lokið fyrr en í brúna myr'kri. Var þá þegar haldið af stað til Stóra-
Skógar, en jrar skyldi gista. Eftir allmikið svaml milli síkjanna á
Saurstaðaflötum komumst við á veg og höfðum okkur að Stóra-
Skógi klukkan að ganga tvö um nóttina.
Okkur félögum var vísað til sængur saman í herbergi. Þar voru
tvö rúm, annað eins manns, en hitt tveggja manna far ríflegt. Svo
réðist að við Ágúst gerðumst rekkjufélagar og segir ekki af samför-
um okkar um nóttina.
Árla var risið úr rekkjum um morguninn. Brá þá þegar fyrir
gusti nokkrum, því að Ágúst lýsti því yfir í heyranda hljóði að hjá-
svæfan hefði orðið sér næsta óþörf. Væri sér horfin öll náttúra til