Húnavaka - 01.05.1972, Qupperneq 96
94
HÚNAVAKA
var veiddur og seldur. Fannst mér þetta einkennilegur verzlunar-
máti. í vínverzlun staðarins var hægt að fá bragðað á víninu áður en
það var keypt. Var sá sopi ókeypis, og held ég að hver maður hafi
þannig getað fengið að bragða á 4—5 tegundum. Vínið þarna er
mjög ódýrt, enda notuðu ýmsir sér það.
Síðdegis var svo haldið heim til hótelsins aftur, eftir að hafa þarna
séð smá sýnishorn af Ítalíu. Virtist fólki hafa líkað það vel.
Næsta dag var ákveðið að fara til Innsbruck, og skoða sig um þar
i grenndinni. Landslag þarna er ákaflega fallegt, há fjcill og flest
skógi vaxin upp fyrir miðjar hlíðar. Undirlendi er svo að segja ekk-
ert, aðeins pínulitlar ræmur neðst í dalbotnunum. Við fórum með
lyftu hátt upp í eitt fjallið. Útsýni þarna var mjög gott, en þó
skyggði mistur dálítið á. Og þarna var enn snjór og gátu því ferða-
menn farið á skíði. Til þessarar ferðar höfðu svertingjarnir hlakkað
mikið, því þeir höfðu aldrei á ævi sinni séð snjó áður og vissu ekki
livað það var. Klæddu þeir sig í miklar úlpur og vöfðu sig treflum
hátt og lágt, því að þeim hafði verið sagt að snjórinn væri kaldur
viðkomu. Þegar þeir svo komu í snjóinn fóru þeir mjög varlega
fyrst í stað og var heldur broslegt að sjá til þeirra. Þeir voru þó
fljótir að átta sig á, að snjórinn var ekki mjög hættulegur og vildu
ólmir komast á skíði. Fengu tveir þeirra skíði lánuð. Fóru þeir síðan
af stað og ætluðu að renna sér smá spotta, en höfnuðu á hausnum
svo að segja strax. Reyndu þeir aftur og aftur, en árangurinn varð
lítill. Reynsla þeirra varð því sú, að betra væri að nota sína eigin
fætur en einhver framandi galdratæki, sem ómögulegt var að ráða
við. Grænlendingunum fannst aftur á móti heldur lítið til um þessi
læti svertingjanna og skildu næsta lítið í þeim. Enda er rnikill mun-
ur á loftslagi því, sem þessar tvær þjóðir eiga við að búa.
í þessari ferð sá ég bændur við vorstörf, aka skít á tún, slóðadraga,
plægja o. s. frv. Víða er samt svo bratt, að ekki verður vélum við
komið. Verða þeir því að nota uxa fyrir verkfærin sín. Hugsaði ég
með mér, að heldur þætti bændum hér á landi þetta seinlegt og lítil
vinnuafköst.
Innsbruck er ekki mjög stór borg, en liggur á fallegum stað. Er
þetta mikil ferðamannaborg. í Innsbruck voru eitt sinn haldnir
vetrarolympíuleikar, en ekki sá ég nema tilsýndar staðinn þar sem
þeir voru. I heild var þetta rólegur dagur, en margt mjög fallegt að
sjá.