Húnavaka - 01.05.1972, Page 191
HÚNAVAKA
189
Stjórn U. S. A. H. Frá vinstri: Valur Snorrason, Jón Ingi Ingvarsson, varajorm.;
Magnús Olafsson, form.; Ottó Finnsson, Jóhann GutJmundsson, ritari.
verðlaun voru í boði, þ. e.
Malliorckaferð að verðmæti kr.
25.000,00. Mæltist keppni þessi
vel fyrir og tóku þátt í henni á
sjötta hundrað manns. Fyrst var
spilað að Húnavöllum 20. febr.,
í Fellsborg á Skagastrijnd 6. marz
og í Félagsheimilinu á Blöndu-
ósi 3. apríl. Dansað var að lok-
inni keppni hvert kvöld og lék
hljómsveitin Ósmenn fyrir dans-
inum. Aðalverðlaunin, sem veitt
voru þeim er flesta slagi tók á
einu kvöldi, hlaut Hallbjörn
Kristjánsson, Blönduósi, en hann
tók 188 slagi, þá spilað var á
Húnavöllum. Nokkuð hamlaði
veður aðsókn á skemmtanir þess-
ar, en stórhríð geisaði þá keppt
var á Húnavöllum, en keppninni
á Blönduósi varð að fresta um
hálfan mánuð vegna veðurs.
Á annan dag páska hófst
Húnavakan í blíðskapar veðri.
Vegir voru færir um allt og var
vakan fjölsótt í fyrstu. Voru því
gerðar ráðstafanir til að sérsúik
ferð yrði úr Reykjavík á laugar-
dag og af fólki fréttist, sem ætl-
aði að koma bæði að sunnan og
norðan. Leit því út fyrir mikið
fjölmenni á Blönduósi um helg-
ina. En þá dundi það óviðráðan-
lega yfir. Stórhríð brast á aðfara-
nótt laugardagsins með þeim af-
leiðingum að víða varð ófært.
Hélzt hríðarveður alla helgina.
Urðu þess vegna margir að hætta