Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 128
126
HÚNAVAKA
stæður. Hefur saga hans nú verið snilldarlega í letur færð af Jóni
Helgasyni, rithöfundi.
Eins og geta má nærri krafðist Jónatan vandvirkni og reglusemi
af öðrum, en hann rak ekki á eftir neinum. Hins vegar var honum
lagið að laða fólk til starfa. Ekki sízt unglinga.
Hann vann sjálfur jafnan að heyskap. En sinnti gegningum lítils
háttar á vetrum. Starfaði þá í tómstundum mest að viðgerðum og
leðuriðju, er hann hafði numið ungur, var prýðilega lagvirkur
eins og hann átti kyn til. Afar búhagur.
Guðríður lézt á bezta aldri 11. júní 1932. Hún var öllum harm-
dauði.
Börn þeirra Jónatans voru tvö: Jósafat, sparisjóðsstjóri í Kópa-
vogi, kvæntur Áslaugu Líndal, frá Trongisvogi í Færeyjum. En dótt-
irin, Margrét, er gift Bergi Vigfússyni, kennara í Hafnarfirði. Fóst-
urdóttir Jónatans og Guðríðar er Sigríður Stefánsdóttir, frá Smyrla-
bergi, gilt Pétri Jóhannssyni, hreppstjóra í Glæsibæ í Sléttuhlíð.
Hörður Valdimarsson, varðstjóri í Reykjavík var og að mestu alinn
upp á Holtastöðum. Kona hans er Erla Bjarnadóttir.
7. júní 1938 gekk Jónatan að eiga eftirlifandi konu sina, Soffíu
Pétursdóttur, hjúkrunarkonu, frá Tjörn á Skagaströnd. Reyndist
hjúskapur þeirra hinn farsælasti.
Biirn þeirra eru Hjiirdís, húsfreyja í Hjarðartungu í Vatnsdal,
gift Eggerti Lárussyni, og Haraldur Holti óðalsbóndi á Holtastöð-
um, kvæntur Kristínu Jónsdóttur.
Jónatan J. Líndal var í meðallagi hár en riðvaxinn, með mikla
krafta í kögglum og svo hraustbyggður til sálar og líkama, að þess
er vart minnst að honum yrði misdægurt um dagana. Hann bauð
af sér bezta Jxikka, góðlegur og glaður í viðræðum við gesti og gang-
andi. F.kki síður á mannfundum. Steig jafnvel dansspor fram á ní-
ræðisaldur. Stakur hófsmaður. Neytti aldrei víns né tóbaks. Eékk
óbeit á því á barnsárum og taldi fjármunum betur varið til annars
en nautna.
Hann var lesnari og fróðari en almennt gerðist og hafði brenn-
andi áhuga á mönnum og málefnum alla tíð. Var að eðlisfari og
sjálfstamningu gæddur óvenjulegu jafnaðargeði og frábærri stillingu.
Kaus því jafnan frekar að lægja öldurnar en kynda undir æsingar
hvar og hvenær sem var. Hann var manna gætnastur og íhugalstur og
rasaði ekki um ráð fram. Þótt honum gæti hitnað í hamsi, lét hann