Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 89
HÚNAVAKA
87
það. Hún hét því við sjálfa sig að hún skyldi ná völdnm yfir þessum
óstýrilátu strákum.
Þau lögðu af stað. Aldís var skrafhreifin og einkar blíðleg við
hann Steina. Hún skyldi víst sýna honum að hún kynni að meta
þetta við hann og nú ætlaði hún að bæta fyrir allt fálætið undan-
farið.
Samkoman var rétt í meðallagi skemmtileg, löng ræðuhöld og
„kökuskurður" áður en dansinn hófst. En gleðin var aftur búin að
ná rótfestu í huga Aldísar, og hún gat verið skemmtileg og aðlað-
andi, hún Dísa litla þegar vel lá á henni. Það fundu piltarnir líka.
Steini var alveg kominn í algleyming sælunnar, þegar kom að því
að leggja af stað heim.
Steini vafði loðfeldina ástúðlega utan um Dísu. Storminn hafði
lægt; það var komið heiðskírt loft. Þau liðu áfram í sleðanum og
þögðu bæði. Aldís var syfjuð og uppgefin eftir þennan langa, stranga
dag. En henni leið ósköp þægilega. Það var svo notalegt þegar sleð-
inn ruggaði áfram jafnt og jrétt, og marraði í snjónum. Bjölluhljóð-
ið var svo þýtt og svæfandi og himinninn svo dökkblár og alstirndur.
Hvað nátti'iran gat verið fögur! Aldís mændi á stjörnurnar og yndis-
legar myndir mótuðust í huga hennar.
Hún var alveg búin að gleyrna Steina, hún var að sofna. Það var
einhver að tala við hana. Já, það var hvíslað fast við eyra hennar:
„Aldís, elskan mín.“ Langur karlmannshandleggur hafði læðzt yfir
um herðar hennar og henni verið þrýst fast og innilega upp að hrím-
inu á freðnum frakkakraganum hans Steina. „Aldís, heyrirðu ekki
hvað ég er að segja við þig, Aldís góða.“ Lengra komst Steini ekki,
Aldís tók ofboðslegt viðbrao;ð, — hefði eflaust kastazt út úr sleðanum
ef umbúðirnar hefðu leyft það. „Hva-hvað ertu að segja, ertu orðinn
vitlaus, maður,“ varð henni ósjálfrátt að orði.
Steini varð agndofa af undrun og reiði. Svo kippti hann óþyrmi-
lega í taumana, sló í hestinn, sem varð einnig reiður og stökk af stað
í háa lofti. Sem betur fór leið ekki á lcingu þar til heim kom. Aldís
losaði í flýti umbúðirnar, stökk út úr sleðanum, inn í hús og upp
í rúm með það sama.
Þetta var voðalegt. Hvernig gat hún gert sig að öðru eins fífli! En
hún hafði verið sofandi. Hann var líka asni hann Steini að láta
svona. Hana hryllti við. Hefði þetta nú verið einhver fríður og gervi-
legur piltur, en ekki hann Steini! Og þó Aldís hefði aldrei eigin