Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 44
42
HÚNAVAKA
ur til að gera við blökk, sem var biluð. Siggi jánkaði því, og rölti
svo út að borðstokk og lagðist fyrir í forsælunni smástund. Rétt á
eftir steypir sér þýzk flugvél yfir skipið, og lætur skothríðina dynja
á því endilöngu. Fórust þar menn, meðal annars sá sem var við stýr-
ið. Kom upp eldur í Súðinni, en hún komst með aðstoð til Akur-
eyrar, þar sem gert var við hana, og þar ætlaði Siggi að gera við
blökkina, en þá var hún orðin ónýt. Hún var sundurtætt af vélbyssu-
kúlum. „Hefði ekki þurft að gá að mér, ef ég hefði verið með hana
í fanginu þá“, sagði Siggi aðeins.
En þá er komið að segja frá sjóferð þessari, sem var venjuleg
strandferð til Norðurlands, með viðkomu á flestum Vestfjarðahöfn-
um, og var að hefjast, þar sem við unnum við að fjötra olíutunnur
og fleira á dekkið á sökkhlöðnu skipinu. Stýrimaður kallaði til mín
að líta á hleðslumörkin. Ég hallaði mér út fyrir borðstokkinn og
sagðist ekki vera kafari. Merkin væru eflaust á sínum stað, en jrau
væru barasta neðansjávar. Hann renndi upp brúarglugganum í fússi,
og hefur sjálfsagt sett strik í hleðsludálkinn í dagbókinni.
Landfestar voru leystar og hún tók skriðinn út úr hafnarmynn-
inu. Það er annars merkilegt að sjómenn kvenkenna alltaf skip sín í
umtali, en önnur og annarra skip eru karlkyns og þá stundum niðr-
andi, eins og dallur eða kláfur. Strax fyrir utan Akurey fór hún að
taka framyfir sig, og á móts við Akranes gerði hún lítið nema höggva
og berja ölduna. Við kenndum í brjósti um þetta litla og hlaðna
skip, sem þurfti að erfiða svona. Það var sjáanlegt, að ekki yrði farin
venjuleg siglingaleið vestur að jökli. í þessum sjógangi myndi brjóta
á gxunnunum. Maður gat ímyndað sér, hvernig var hér umhorfs
1936 þegar franska hafrannsóknarskipið Pourquoi Pas? hrakti upp
undir Mýrarnar.
Ég átti vakt um hádegi og vaktin, sem kom niður í mat, var með
skilaboð frá skipstjóra, að skálka allar lúgur og dyr á eftir okkur, en
það var slangur af farþegum um borð, og máttu þeir ekki fara út á
þilfar eftir það, vegna öryggis síns. En lítil hætta var á því, vegna
þess að sjóveiki hafði stungið sér niður á farþegaplássinu. Það var
auðfundið á lyktinni, þegar maður gekk framhjá káetudyrunum.
Þegar ég var að læsa „útidyrunum", kom gríðarmikil frú rambandi
til mín, og heimtaði að komast út, það væri ólíft í káetunni. Þar
væru tólf konur frá Arnarfirði, sem lægju í spýju sinni. „Gott á bryt-
ann“ hugsaði ég, en sagði við frúna. „Ekki er lífvænlegra á dekkinu,