Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 152
150
HÚNAVAKA
ríður Þorkelsdóttir. Var föðurætt hans þingeysk og eyfirzk. Voru
raeðal þeirra ættmanna hagleiks og listrænt fólk. Má þar telja Arn-
grím Gíslason, málara, og listasmið eins og Klukku-Svein, er bjó til
sigurverk. Móðir hans, Ingiríður, var dóttir Þorkels Einarssonar,
bónda á Ökrum í Fljótum og konu hans Bríetar Björnsdóttur.
Guðni ólst upp með foreldrum sínum, en þau bjuggu á ýmsum
jörðum í grennd við Barð í Fljótum og stunduðu menn þá mjög sjó.
Mun Guðni snemma hafa farið að stunda sjó, þar á meðal hákarla-
legur. Var hann með stærstu mönnum, þrekinn vel og hraustmenni.
Sá það á honum, þó að hart væri í ári á hans uppvaxtarárum, að lifr-
arsoðning og hákarlalýsi var vítamingjöf, er tók öllum pillum nú-
tímans fram. Þá var það og til að herða menn, að glímur voru iðk-
aðar í landlegum og var Guðni ágætur glímumaður. Hann var einn
þeirra er lærði sund við Barðslaug og varð lrábær sundmaður, þol-
inn og hraustur. Iðkaði hann sund alla tíð í ám og vötnum á Laxár-
dal. Attræðan mátti sjá hann synda í sjó milli ísjakanna við Skaga-
strönd.
Hélt svo fram um þrítugs aldur, að liann stundaði sjó jafnan á
vetrum, en heyskap á sumrum. En árið 1913 fer hann kaupamaður
að Finnstungu og dvaldist síðan í Húnaþingi. Arið 1914 kvæntist
hann Klemensínu Karítas Klemensdóttur (sjá Húnavöku 1967). Hún
andaðist 12. júní 1966.
Þau eignuðust fjóra sonu:
Rósberg G. Snædal, kennari, Akureyri.
Ingvi Sveinn, Skagaströnd.
Pálmi, Blönduósi.
Guðmundur Kristinn, póstur, Skagaströnd.
Þau hjón, Guðni og Klemensína, bjuggu á Laxárdal í Kárahlíð,
Vesturá og Hvammi, og eru nú þessar jarðir allar í eyði. En árið
1948 fluttu þau til Höfðakaupstaðar. Mun Guðna Jrað nokkur við-
brigði að flytjast að sjó úr fjalladal þessum, en ]rá var dalurinn al-
byggður og Jrar mikill félagsandi, er átti vel við Guðna. Hann var
söngmaður góður og spilaði á liljóðfæri og gat kastað fram stöku,
enda var hann glaðsinna alla tíð. Þá varð líka hver að búa að sínu
um uppbyggingu andans. Þegar lagði ljós úr ljóra voru allir að iðja
og mennta sig. Lestur góðra bóka, rímnakveðskapur var skóli fólks-
ins. Þetta var óspart notað á heintili þeirra hjóna, Guðna og Klem-
ensínu. Guðni las og kvað.