Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 82
80
HÚNAVAKA
því að fjárrag stóð fyrir dyrum á Hofi. Segja mátti að fjárbreiðan
hlypi fagnandi í fang honum er þangað kom, því að þá var féð að
renna heim að réttinni og varð vart séð hvers fögnuður var mestur.
Þarna kvöddnmst við með kærleikum og báðum hver öðrum góðra
bæna þrátt fyrir áðurnefnda misklíð.
Fátt hafði borið til tíðinda á vesturleið utan smáatvik, sem sett
verður hér í sögulok.
Eins og áður er getið var ferð þessi farin í sláturtíðinni og fjár-
rekstrar því víða á vegum. Eitt sinn bar svo við, að menn voru að
reka fjárhóp upp á veginn, örskammt fyrir framan bílinn. Við tók-
um það ráð að aka út á kant og slökkva á bílnum meðan hópurinn
rann framhjá. Nokkur orð, og sennilega vel valin, munu hafa fallið
hjá okkur um vitsmuni þessara kappa, að reka fjárhópinn í veg fyrir
okkur og tefja þannig umferð, bæði sína og okkar. Að þessari sjálf-
sögðu gagnrýni lokinni, hölluðum við okkur aftur í sætunum, sátum
þegjandi og létum fara vel um okkur. En þegar rekstrarmennirnir
komu svo nálægt að gjörla sá andlit þeirra og skapnað, mælti Ágúst
upp úr eins manns hljóði: „og svo eru þeir ljótir líka“.
Hér gæti komið amen eftir efninu, en þremur dögum seinna
afhenti ég Ágúst reikning, í Vatnsdalsrétt, sem ganga skyldi til mæði-
veikivarnanna. Eg læt hann fljóta með og er hann svohljóðandi:
Ég fór í Dali, nm fjöll og byggð
flutti ég Ágúst af sannri dyggð.
Við fjárdrátt ég Ágúst aðstoðaði
og ók milli bæja hlað úr hlaði.
Ég yfirsöng framdi \ ið unnin víg
og andskotinn hafi, það sem ég lýg,
að pillur í Ágúst oft ég dreif
hann einn má vita hvort það hreif.
Fyrir allt þetta þarf ég að fá
eitt þúsund krónur, og hér má sjá
nafn mitt og örugga undirskrift
svo engu verði um málin rift.
En greitt liefir Ágúst alveg mér
svo ekki skaðast ég hvernig sem fer.
Skylt er að geta þess að lungun, sem Ágúst sendi suður, reyndust
öll sýkt.