Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 201
HÚNAVAKA
199
SAMBANDSFUNDUR NORÐLENZKRA
KVENNA.
Dagana 9.—11. júní 1971 var
haldinn 58. aðalfundur Sam-
bands norðlenzkra kvenna að
Húnavöllum.
Mættir voru tveir fulltrúar frá
7 héraðssamböndum á sambands-
svæðinu, auk stjórnar og gesta.
Fundurinn hófst með helgi-
stund, eins og venja er. Annaðist
hana prófastur, sr. Pétur Þ. Ingj-
aldsson, en Jón Tryggvason frá
Ártúnum annaðist undirleik.
Aðalmál fundarins að þessu
sinni var húsmæðrafræðslan.
Framsöguerindi héldu skóla-
stjórinn á Húsmæðraskólanum á
Löngumýri, frk. Hólmfríður
Pétursdóttir, og frú Aðalbjörg
Ingvarsdóttir skólastjóri Kvenna-
skólans á Blönduósi. Urðu mikl-
ar umræður um málið og var
meðal annars drepið á að mat-
reiðslunámskeið fyrir kokka á
fiskiskipum væri æskilegt. Einn-
ig heimangöngunámskeið fyrir
ung hjón eða hjónaefni, sem
kynntu sér sameiginlega liúshald
og barnauppeldi. Hafa bæði
þessi námskeið verið haldin á
Húsmæðraskólanum á Akureyri
nú í vetur og gefist vel.
Sýslunefnd Austur-Húnvetn-
inga bauð fundarkonum til mat-
arveizlu að Hótel Blönduósi, en
Samband norðlenzkra kvenna
hélt kvöldvöku, sem formaður
sambandsins, Dómhildur Jóns-
dóttir, stjórnaði.
Á dagskrá var erindi sem frú
Sigríður Thorlacius, formaður
Kvenfélagasambands íslands,
flutti og nefndi „Lífshamingj-
una.“ Er öllum sem á hlustuðu
erindið minnisstætt. Emma Han-
sen prófastsfrú á Hólum í
Hjaltadal flutti frumsamin ljóð.
Snjólaug Þóroddsdóttir flutti
ágrip af sögu Kvenfélagsins í
Svínavatnshreppi, en það er
elzta félagið í Austur-Húnavatns-
sýslu, bráðum 100 ára. Var
ánægjulegt að heyra um fram-
sýni jreirra rnerku kvenna, sem
stofnuðu félagið á sínum tíma.
Karlakórinn Vökumenn
skemmti með fjörugum söng á
milli atriða undir stjórn Kristó-
fers Kristjánssonar, en undirleik
annaðist Jónas Tryggvason.
Síðan var drukkið kaffi, sem
Kvenfélag Torfalækjarhrepps sá
um og skoðuð var handavinnu-
sýning, sem var sett upp í tilefni
fundarins. — Á kvöldvökunni
voru á annað hundrað manns.
Þótti þessi fundur takast með
ágætum og vera Sambandi aust-
ur-húnvetnskra kvenna og öðr-
um, sem að honum stóðu til
mikils sóma.
Þess má geta að Halldóra
Bjarnadóttir var aðal hvatamað-
ur að stofnun sambandsins á sín-
um tíma. Kom þessi aldna