Húnavaka - 01.05.1972, Síða 132
130
HÚNAVAKA
ar æskuslóðir. Og þar að auki hefur það alltaf verið mín ósk og hug-
sjón að vinna fyrir Samvinnuhreyfinguna í þessu héraði."
Ég sagðist finna að erfitt væri fyrir hann að taka ákvörðun með
svo stuttum fyrirvara, en bað hann að láta mig heyra spurninguna
sem hann hefði minnst á. Hann gerði það og ég svaraði henni hik-
laust. Hann gekk svo til fundarins og tók að sér starfið frá 1. janúar
1944. Hann ávann sér fljótt vinsældir meðal viðskiptavinanna. Þeir
fundu að vöxtur og velferð fyrirtækisins voru honum mikil áhuga-
mál og að hann tók starf sitt föstum og traustum tökum. Hann hafði
ákveðnar eigin stjórnmálaskoðanir, en beitti þeim aldrei í áróðurs-
skyni. Hann vissi vel að allir viðskiptamenn Samvinnufélaganna áttu
sama hagsmuna- og fyrirgreiðslurétt, í hvaða flokki sem þeir stóðu.
A þessum tímum var mjög erfitt með allar framkvæmdir, bæði
hjá héraðsbúum og samvinnufélögunum, vegna lánsfjárskorts. Bænd-
ur höfðu fullan hug á að auka túnrækt og byggja ný hús á jörðum
sínum. Þetta var því aðeins mögulegt að Kaupfélagið lánaði efnis-
andvirðið um styttri eða lengri tíma, og Jón Baldurs heitti sér fyrir
því að sú leið var farin.
Honum var líka ljóst að fyrirtækið, sem hann stjórnaði liafði
brýna þörf fyrir aukið húsrými og betri aðstöðu. Hann hugsaði mik-
ið um þessi mál, mótaði sér ákveðnar skoðanir um þau og fékk þær
samþykktar af stjórn og aðalfundum. Hann beitti sér fyrir byggingu
Mjólkurvinnslustöðvar, svo og íbúðarhúss fyrir framkvæmdastjóra,
stórs vörugeymsluhúss og endurbótum og stækkun á sláturhúsi, svo
að nokkuð sé nefnt. Allt sem hann lét framkvæma kom að góðum not-
um og reyndist vel og var til mikilla hagsbóta. Hann mundi líka
vilja að ég bætti því við hér, að við hlið hans stóð traustur maður,
Runólfur Björnsson, bóndi á Kornsá, en hann var stjórnarformaður
Kaupfélagsins um langt skeið. Runólfur var prýðilega greindur
maður, sem gjörhugsaði málin og fylgdi fram skoðunum sínum með
mikilli einurð og festu, og sannur samvinnumaður.
Eitt þeirra mála, sem Jón Baldurs hafði brennandi áhuga fyrir
voru hafnarbætur á Blönduósi. Bryggjan var mjög lítil, og byggð úr
timbri, ogþar gátu aðeins lagzt að uppskipunarbátar, sem fluttu alla
vöru að og frá skipum, sem lágu við festar alllangt frá landi. Hann'
átti frumkvæði að því að Samvinnufélögin leggðu árlega fram fjár-
upphæð til hafnarbóta, en þar þurfti sterkan áróður, því að félags-
menn voru flestir mótfallnir þessum umbótum í fyrstu.