Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 157
HÚNAVAKA
155
Síðar er Snorri lét af störfum sökum heilsubrests, keyptu þeir bræður
Þorsteinn og Haukur hótelið og rak Þorsteinn það til dauðadags.
Þorsteinn var traustur og vinsæll. Hann var mikill félagshyggju-
maður. Sat um skeið í hreppsnefnd. Hann var m. a. einn af stofn-
endum Lionsklúbbs Blönduóss og sat í stjórnum Bridge- og tafl-
félags Blönduóss.
Hann var ókvæntur og barnlaus alla ævi.
Eiríkur Halldórsson, verkamaður, Blönduósi andaðist 26. ágúst
á H. A. H.
Hann var fæddur 29. febrúar 1892 að Kárahlíð í Laxárdal lremri.
Foreldrar hans voru hjónin Halldór Tryggvi Halldórsson og kona
hans Ingibjörg Bjarnadóttir, er bjuggu á nokkrum stöðum í Laxár-
dal og síðast á Sneis. Arið 1910 gerðist hann vinnumaður Arna Þor-
kelssonar á Geitaskarði og var þar í 4 ár. Árið 1914 réðist hann sem
lausamaður til Lárusar Björnssonar í Grímstungu og dvaldi þar
þangað til hann gekk að eiga Vigdísi Bjiirnsdóttur lrá Grímstungu
24. maí 1922. Hófu þau búskap á hálfri jörðinni Hólabak og bjuggu
þar um tveggja ára skeið. Síðan bjuggu þau í nokkur ár í Hamrakoti
á Ásum, Meðalheimi og Hæli. Árið 1918 réðist Vigdís farkennari í
Sveinsstaðahreppi. Fluttu þau lijón þá að Hólabaki og bjuggu þar í
8 ár, þar til þau fluttu árið 1937 í Skólahúsið að Sveinsstöðum, er var
heimili þeirra í 16 ár. Höfðu þau jafnan nokkurn búskap þar. Árið
1953 lét Vigdís af kennslunni og fluttu þau þá til Blönduóss, er varð
heimili hans til dauðadags. Eiríkur var mikill drengskaparmaður,
traustur og vinfastur.
Börn þeirra hjóna voru: Ingibjörg Theodóra, er lézt á barnsaldri
og Björn, bifvélavirki á Blönduósi, kvæntur Öldu Theódórsdóttur.
Páltni Zóphoníasson, bóndi á Bjarnastöðum í Vatnsdal, lézt á
heimili sínu 28. ágúst, 67 ára að aldri.
Hann var fæddur 28. janúar 1904 að Æsustöðum í Langadal. For-
eldrar hans voru hjónin Zóphonías Einarsson, Andréssonar frá Bólu
og Guðrún Pálmadóttir, Sigurðssonar frá Æsustöðum. Pálmi missti
föður sinn er hann var tveggja ára að aldri. En hann ólst upp með
móður sinni á Æsustöðum ásamt bróður sínum Zóphoníasi, síðar
bifreiðarstjóra á Blönduósi og síðar eða eftir 1921 á Bjarnastöðum,
er hún hafði þá keypt. Um tveggja ára skeið var Pálmi vinnumaður