Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 102
SIGURÐUR BJORNSSON, Orlygsstöðum:
Peir fórust allir
Þeir vita það bezt, sem vin sinn þrá,
live vorsins er langt að bíða.
Þetta sagði einhver og þetta vita margir íslendingar af eigin raun,
og oft hefir vonin um bjarta og hlýja vordaga hjálpað mönnum til
þess að þreyja þorrann og góuna og það sem þar kom á eftir. Stund-
um kom vorið aðeins í almanakinu, en veðráttan breyttist ekki að
sama skapi og tíminn leið. Þannig var [jað á Skaga árið 1914. Þegar
vorið loks kom. var jrað áfallasamt, snjó og slydduél gengu yfir með
stuttu millibili, svo að víða voru vandræði með skepnur. Þó fór svo
j)á sem jafnan lyrr og síðar að ,,öll él birti um síðir“ og Jregar komið
var fram um mánaðarmót júní og júlí var kominn heyskaparhugur
í bændur og sjétmenn larnir að sigla á miðin. Þá var komin síld um
ttllan sjó og einnig hennar fylgiliskar s. s. þorskur, ýsa, ufsi, lúða og
allir hinir nyt jafiskarnir, sem minna gætti í aflanum og sjaldnar var
getið. Þá var einnig kominn hvalur, en svo eru einu nafni nefnd þau
sjávardýr, sem hafa heitt blóð og lifa í sjó eingöngu. Þetta eru stór-
hveli s. s. búrhveli og reyðarhvalir, smáhveli s. s. hnísa, höfrungar
og marsvín. Stærri, en jrt') ekki stórhveli, eru háhyrnur, andarnefjur
og stökklar. Þ;tð er eðli stökkla að stiikkva í loft upp og koma svo
niður með busli og boðaföllum, en sjái jæir eitthvað fljóta á sjónum
er ]:>að jreirra árátta að koma því í kaf. Þeir eru því smábátum allra
hvala hættulegastir, en bót í máli að Jreir eru fáséðir. Stundum fara
hvalir margir saman, Jrað eru nefndar hvalavöður. Varasamt er að
verða á vegi þeirra, því að jteim er gjarnt að fara beina stefnu, en
sveigja ekki af leið.
A vestanverðum Skaga, utarlega, var verstöðin Kálfhamarsvík.
Þaðan var fremur stutt á fengsæl fiskimið og landtaka npp á Jrað
bezta, þegar að var komið,