Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 183
HÚNAVAKA
181
ári. Ekki hefur enn verið gengið
endanlega frá skólalóðinni. Hús-
ið var reist á 15 mánuðum os: get-
ur því nærri að það hefur verið
stórt átak fyrir sveitarfélagið að
fjármagna svo dýra byggingu á
ekki lengri tíma. En fyrrverandi
og núverandi hreppsnefnd voru
sammála um mikilvægi þessa
máls og með velvilja ríkisvalds-
ins hefur verkinu miðað vel á-
fram.
Bergur Felixson.
KIRKJAN.
Æskulýðsdagurinn 1971 var
haldinn 7. marz í Blönduóss-
kirkju með líku sniði og undan-
farin ár. Var æskulýðsguðsþjón-
ustan fjölsótt að \ anda.
Æskulýðsstarf á vegum félaga-
samtaka á Bliinduósi hófst seinni
hluta árs í samvinnu við barna-
skólann. Tveir flokkar drengja
og stúlkna stunda leiklist undir
leiðsögn félaga úr Leikfélagi
Blönduóss. Einnig tók til starfa
skákklúhbur.
,,Opið hús“ var starfrækt hálfs-
mánaðarlega í nýja barnaskóla-
húsinu á Blönduósi, undir um-
sjón félaga úr Lionsklúbbi
Blönduóss.
Þann 25. apríl 1971 fór kirkju-
kór Undirfellssóknar, ásamt
sóknarpresti, í söngför að Mel-
stað í Miðfirði, í boði Melstaðar-
sóknar. Söng kórinn m. a. við
guðsþjónustu í Melstaðarkirkju,
þar sem sr. Árni Sigurðsson
predikaði og þjónaði fyrir altari,
ásamt sóknarpresti, sr. Gísla Kol-
beins.
Að lokinni guðsþjónustu var
kórnum haldið samsæti í Ás-
byrgi, þar sem ræður voru flutt-
ar og kórarnir sungu. Þótti för
þessi takast með ágætum og
hyggjast kórarnir skiptast á
heimsóknum oftar.
Fjársöfnun Flóttamannaráðs
íslands fór fram þann 25. apríl
1971. Söfnuðu félagar úr Æsku-
lýðsfélaginu og Skátafélaginu.
Nam söfnunin alls kr. 20.824,50.
Sunnudaginn 11. júlí 1971
voru ferðafélagar frá Blönduósi
staddir norður í Furufirði, í
skemmtiferð um Hornstrandir.
Kl. 2 e. h. var gengið til Bæn-
hússins í Furufirði, þar sem fram
fór helgistund. í upphafi helgi-
stundarinnar las meðhjálpari
Blönduósskirkju, Sverrir Mark-
ússon, bæn frá kórdyrum. Sr.
Árni Sigurðsson flutti stólræðu
og kirkjugestir sungu.
Voru ferðafélagarnir, 25 að
tölu, mættir til helgistundarinn-
ar. Hafði guðsþjónusta ekki far-
ið fram í Bænhúsinu síðan árið
1958.
Að lokinni guðsþjónustu í
Blönduósskirkju sunnudaginn
18. júlí 1971, þakkaði sóknar-