Húnavaka - 01.05.1972, Qupperneq 29
HÚNAVAKA
27
gagnfræðaskólann og síðan kennslu um skeið. Ég minnist þess vel,
að vorið 1917 komum við eldri bræðurnir með foreldrum okkar að
Húnstöðum á heimleið frá guðsþjónustu á Blönduósi, vorum boðin
þangað í þrefalda veizlu: Þuríður og Evald Sæmundsen opinberuðu
trúlofun sína, Sigurður, núverandi landlæknir, var fermdur þennan
dag, og María (Dadda) var skírð. Við bræðurnir héldum heim, eftir
að allir höfðu þegið góðgjörðir, og ég var í öngum mínum út af því
að þurfa að fara svo snemma, því að ég bjóst við, að Þuríður mundi
leika á orgelið. Morguninn eftir fór ég svo að spyrja móður mína,
hvað gerzt hefði eftir burtför okkar. Hún vissi hvað mér leið, en
sagði auðvitað eins og var, jró að ég spyrði ekki beint um það, að
spiluð hefðu verið nokkur lög.
Sumarið 1916 kom Margrét Reginbaldsdóttir sem kaupakona að
Torfalæk. Hún hafði keypt orgel af Jóni lækni Jónssyni og flutti það
með sér. Hún hafði með sér eitthvað af nóturn, en spilaði þó ekki
oft. Hún leyfði mér að fikta á orgelið, og einhvern veginn tókst mér
að fikra mig áfram eftir nótunum og læra að spila „Ég man þá tíð“
utanað og nokkurn veginn lýtalaust. Kaupakona að nafni Rannveig
lék oft utanað lag, sem mér þótti ákaflega fallegt og gleymdi aldrei,
en fyrst mörgum árum síðar komst ég að því, að jrað var „Kveðjan"
eftir Beethoven. Margrét var næsta sumar á Torfalæk, og er Inin fór
j>aðan alfarin, keypti faðir minn orgelið af henni.
Veturinn 1917 lærði Anna Guðmundsdóttir frænka mín á Kringlu
að leika á orgel hjá frænda sínum Jóni Sigfússyni kirkjuorganista :i
Bjarghóli í Miðfirði. Faðir hennar keypti orgel, sem var mun betra
en orgelið á Torfalæk, og síðar eignaðist Elinborg systir liennar |>að.
er Anna flutti til Reykjavíkur, en F.linborg lærði hjá Elínu Theó-
dórs.
Fyrri hluta vetrar 1918—1919 fékk faðir minn Theódóru Hall-
grímsdóttur, heimasætu að Hvammi í Vatnsdal, til að kenna okkur
fjórum eldri bræðrunum á orgel. Hún hafði lært hjá Páli ísólfssyni.
Hún var hjá okkur í nokkrar vikur, og jrá kom jrað fyrir, að faðir
okkar tók upp fiðluna og lék með Theódóru. Ég mun hafa jrótt efni-
legasti nemandinn, Jrví að seinna um veturinn var ég sendur fram að
Hvammi og Haraldur á Skinnastöðum fenginn mér til fylgdar þang-
að. Þar var ég nokkrar vikur og hafði mikla ánægju af dvölinni á jrví
heimili og náminu, en með jrví var lokið menntun minni á sviði
tónlistar.