Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 94
92
HÚNAVAKA
Týról er meginlandsloftslag, og ern árstíðaskipti frekar snögg. Vorið
kemur allt í einu og sópar vetrinum með sínum mikla snjó í burtu,
gróðurinn tekur við sér, og á fáum dögum er hitinn kominn yfir
20°C.
Ég var svo heppinn í fyrra vetur, er ég, ásamt mörgum (iðrum út-
lendingum dvaldist við nám á Nordisk Landboskole, sem er á Fjóni
í Danmörku, að mér gafst tækifæri á að ferðast til Týról, í páska-
fríinu. Skólanum var lokað um páskana, og þar sem ekki var hægt
að setja okkur útlendingana út á Guð og gaddinn, var okkur boðin
þessi ferð. Ekki var nú lengi verið að ákveða, hvort fara skyldi eða
ekki, voru víst allir yfir sig hrifnir af fögnuði.
Lagt var af stað frá skólanum um kl. lö, þann 6. apríl. Liing ferð
var framundan, rúmlega 1200 km leið til Wúrgl í Austurríki, og
skyldi farið í einum áfanga. Þátttakendur í þessari ferð voru um 40,
13 Grænlendingar, 11 svertingjar frá Ghana, 1 Finni, 1 Ameríkani,
5 Danir af skólanum, þar á meðal fararstjóri, ég, og svo nokkrir
feitir forstjórar ásamt frúm, til að fylla upp í bílinn.
Ekið var stanzlaust sem leið liggur suður á bóginn, úr Danmiirku
og í gegnum Þýzkaland. Fóru nú fljótlega flestir að sofa þegar
myrkur skall á. Heldur gekk það samt illa hjá sunnnn, því að þeim
fundust bílsætin eigi svo góð sem skyldi til þeirra afnota. Segir ei af
ferð vorri fyrr en vakið var kl. 7 næsta morgun. Hafði þá flesta
dreymt illa við allan hristinginn í bílnum. Var fólki nú hleypt út
til að rétta úr sér og létta sig.
Rétt fyrir hádegið komum við til austurrísku landamæranna, og
töfðumst við þar alllangan tíma, því að svertingjunum gekk illa að
komast í gegn um vegabréfaskoðun. Lögðumst við hin í sólbað á
meðan, því að hiti var um 25°C og glaðasólskin. Allt í einu datt ein-
um í hug, að gaman væri að fá stimpil á passann. Ruku þá allir upp
til handa og fóta og hlupu inn til þess. Maðurinn með stimpilinn
leit aðeins á fyrsta vegabréfið, síðan ekki hjá neinum öðrum, allir
gengu með opinn passann og fengu stimpil, síðan út aftur. Góð
vegabréfaskoðun það.
Til áfangastaðar náðum við svo nokkru seinna og vorum þá búin
að vera á ferðalagi í tæpan sólarhring. Var nú étin góð máltíð, sú
fyrsta í Týról. Meira gerðist ekki þann daginn að markvert megi
teljast. Gengu því flestir snemma til náða.
Morouninn eftir voru allir hressir o° endurnærðir, eftir svefninn,
o o 7