Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 154
152
HÚNAVAKA
ÞINGEYRAKLAUSTURSPRESTAKALL
Björn Sigurðrson Blöndal, vistmaður á Elliheimilinu á Blöndu-
ósi, andaðist 14. janúar á H. A. H.
Hann var fæddur 2. júní 1893 að Hvammi í Vatnsdal.
Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Sigfús Benediktsson Blöndal
bóndi í Hvammi og kona hans Guðný Einarsdóttir.
Björn ólst upp í foreldrahúsum til 10 ára aldurs, en þá missti hann
móður sína. Eftir það ólst hann upp með foður sínum, er flutti bú-
ferlum lrá Hvammi. Björn dvaldi m. a. uin eins árs skeið hjá irænda
sínum sr. Birni Blöndal í Hvainmi í Laxárdal ytri. Árið 1910 innrit-
aðist hann í Hvítárvallaskölann og stundaði þar nám um tveggja
vetra skeið. F.ltir það hófu þeir feðgar búskap á Kötlustöðum í
V'atnsdal. Um það leyti kvamtist Björn, Kristínu Villijáhnsdóttur,
kirkjusmiðs. Fignuðust þau einn son Benedikt, sem nú er starfsmað-
ur Vöruflutningamiðstiiðvarinnar í Reykjavík, en hann er kvæntur
Sigþrúði Guðmundsdóttur Blöndal. F.innigólu þau upp einn fóstur-
son jóhann Pétursson til 10 ára aldurs. Fn hann er búsettur á Akra-
nesi.
A Kötlustöðum bjuggu þau hjón til ársins 1929, en þá fluttu þau
að Ytra-Hóli á Skagaströnd, jxar sem þau dvöldu uni eins árs skeið.
Þá flytja þau að Hnausum í Þingi. Um jrað leyti slitu þau samvist-
um. Árið 1931 fluttist Björn að Grímstungu í Vatnsdal með son sinn
Benedikt og var jiar vinnumaður Lárusar Björnssonar um 19 ára
skeið Árið 1951 fluttist hann að Hjallalandi og dvaldi þar um nokk-
urt skeið. Síðan flutti hann með syni sínum og tengdadóttur til
Blönduóss eða árið 1900, og átti jrar heima til dauðadags.
Björn vann nær alla ævi í þjónustu annarra. Reyndist hann jafnan
traustur og dyggur. Hann var ljóðelskur vel og hagmæltur og eru
hestavísur hans m. a. kunnar hér um slóðir.
Jún Elvar Valdemarsson, verkamaður, lézt 22. marz í snjóflóði í
Skipadal á Hrafnseyrarheiði, Vestur-ísafjarðarsýslu.
Hann var fæddur 31. desember 1954 á Blönduósi. Var hann því
aðeins 10 ára er hann lézt. Móðir hann var Gréta Jósefsdóttir og
stjúpfaðir Njáll Þórðarson, sem búsett eru á Blönduósi.
Jón ólst upp í foreldrahúsum, en var gestkomandi vestra er dauða