Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 11
HÚNAVAKA
9
Orðin þrjú, virðing, ábyrgð, trúmennska, ættu að vera kjörorð
þessara móta, kjörorð hvers einstaklings þessarar þjóðar.
Virðingu ber að sýna gagnvart landi og sögu þess, helgum dómum
og stöðum. Virðing er skyld tungu og trú, ætterni og’uppruna, nátt-
úru lands og gróðri, og sízt má sjálfsvirðingin gleymast, og virðingin
fyrir meðbróðurnum, lífi hans og eignum.
Ábyrgð, er hið annað hugtak, er í heiðri skal haft. „Þú ert allt sem
eigum vér, ábyrgð vorri falið,“ þessi orð voru sögð um ísland. Það
er okkar að gæta þess, að það skaðist ekki af búsetu okkar, að við
skilum því komandi kynslóðum byggilegra og betra en áður. Það er
á okkar ábyrgð, að ísland verði áfram lýðfrjálst land, fyrir íslendinga
eina, að hér ríki íslenzk menning og framtak.
Trúmennskan er m. a. í því fólgin að sýna virðingu sína og ábyrgð
í verki, færa orðin af vörum til handa. Trúmennska er að vinna
landi sínu allt gagn eftir mætti. Hinn mikli trúmaður Þorsteinn
Briem sagði eitt sinn þetta: „Vér getum ekki búizt við vorgróðri í
landinu, nema menn gangi heilir til stríðs og starfs hver á sínu sviði
fyrir þjóð og ættjörð". Minnumst orða Hannesar Hafstein, er hann
segir: „Hver tindur eygir upp, hver útnessskagi bendir fram.“ Já,
hvert útnes íslands á að hvetja til sóknar fram á leið í anda alda-
mótamannanna og ungmennafélaganna til afreka helgaðra landi og
þjóð og hver fjallstindur á að beina sjónum í hæðir til hans, sem
vakir og öllu ræður og gefur styrkinn og trúna til að starfa Islandi
til heilla.
íslenzk æska. Bið Guð að varðveita ísland þér til handa, að gefa
þér landið og gæði þess. Bið hann að gefa þér manndóm og dreng-
lund til að standa trúan vörð um heill þess og heiður, bið hann um
dáð til að vinna og unna þessu landi í lífi og störfum. Mig langar til
að segja þér sögu af ungum ísl. manni, er staddur var í erlendum
banka að skipta mynt og fékk greidda hundraðfalda upphæðina
vegna mistaka starfsmanns bankans. Hún var mikil freistingin, er
mætti landa okkar, en honum fannst það skylda sín við sjálfan sig
og gagnvart þjóð sinni að verða fyrri til að benda á mistökin. Banka-
stjórinn lofaði heiðarleik íslendingsins, er síðan gekk út úr bankan-
um, að vísu ekki auðugur að fé, en með góðu mannorði og mikilli
sæmd. Slíka menn þarf ísland framtíðarinnar að eiga og sem að
verðleikum eiga skilið virðingarheitið forna, að vera kallaður dreng-
ur góður. Lát því æskumaður þjóðfánann, sem vígður er Kristi kross-