Húnavaka - 01.05.1972, Qupperneq 198
196
HÚNAVAKA
og hefur starfað talsvert að lög-
gæzlumálum í V.-Hún. Einnig
hefur hann starfað á Seyðisfirði,
Vestmannaeyjum, Reykjavik og
tvisvar leyst mig af í fríum. Fast-
ráðinn hóf hann hér störf um
miðjan júní sl. Við skiptum vik-
unni á milli okkar, höfum frí
aðra hvora helgi, og sem næst
annan hvern virkan dag.
Er ekki ætlunin að þið verðið
báðir áfram?
Jú, það er alveg örugglega fyr-
irhugað. Það er búið að veita
honum starfið.
Hvað er að frétta af dansleikj-
um á árinu?
Hér í A.-Hún. vorn haldnir 40
opinberir dansleikir, og er það
mjög svipað og undanfarin ár.
Eftir þeim npplýsingum sem
næst verður komizt, virðast sam-
komugestir hafa verið um 8341,
samkvæmt tölum frá hús- og
dyravörðum. Einnig liafa verið
haldnar lokaðar skemmtanir
ýmissa félagasamtaka. A sumar
er beðið um löggæzlu, það er
eins og fólk treysti sér ekki til að
halda þessa dansleiki, nema það
sé stutt lögreglu, og er slæmt til
þess að vita.
Nú eru hér nokkrir héraðs-
lögregluþjónar, sem stunda lög-
gæzlu á dansleikjum. Hvað eru
þeir margir sem starfað hafa á
árinu?
Þeir hafa verið starfandi 8—9
hér í A.-Hún. Við síðustu ára-
mót létu svo nokkrir af störfnm,
svo að hér eru ekki starfandi
nema 7 löggæzlumenn, þar af 2
fastráðnir, og hef ég óljósan grun
um að þeim fækki enn meir. Og
ég vil taka fram, að við getum
ekki auuað dansleikjum með
þessu liði í ár, ef ekki verður
bætt við liðið.
Er ekki fyrirhugað að nýir
menn verði þjálfaðir til starfsins?
Jú, ég hef farið fram á að það
bættust við tveir sem væru á
Blönduósi og fá einhvern einn
úr sveit. Svo hef ég viljað fá tvo
héraðslöggæzlumenn á Skaga-
strönd, sem grípa mætti til, þeg-
ar á liggur, og tel ég það mjög
nauðsynlegt.
Á síðasta héraðsþingi U.S.A.H.
var samþykkt tillaga þess efnis,
að skorað yrði á sýslusjóð að
hann hlutaðist til um að byggð
yrði fangageymsla hér á Blöndu-
ósi, þar sem stinga mætti inn
mönnum, til geymslu, ef á þyrfti
að halda.
Hefur eitthvað verið gert í
þessum málum?
Ég veit ekki til að neitt hafi
verið gert raunhæft í þessu efni.
Þetta er atriði, sem við höfum
rætt um árlega. Eftir jrví sem
mér hefur skilizt, fæst ekkert
fjármagn til að koma upp fanga-
húsi hér í sýslu fyrr en lögreglu-
stöðin í Reykjavík er frágangin.