Húnavaka - 01.05.1972, Blaðsíða 118
Ræða
flutt við vigslu Höskuldsstaðakirkju 31. marz 1963, af þáverandi
formanni Höskuldsstaðasóknar, Hafsteini Jónassyni, bónda á Njáls-
stöðum.
Heiðruðu vígslugestir.
Það hefur komið í minn hlut að segja hér úrdrátt úr byggingar-
sögu nýju kirkjunnar á Höskuldsstöðum og aðdraganda byggingar-
innar. Gamla kirkjan var byggð á árunum laust eftir 1870 og var
vígð 1876.
Hún var timburkirkja, en grunnurinn hlaðinn úr grjóti. Fljót-
lega mun hafa borið á því, að hinn hlaðni grunnur var ekki nógu
traustur. Árið 1921, þann 28. september er prófastur, séra Bjarni
Pálsson, hér í vísitazíuferð, þá segir hann um kirkjuna orðrétt:
Nokkuð hefur verið gjört kirkjunni til endurbóta, síðan síðasta vísi-
tazía fór fram 1919. Þannig hefur verið gjört vel við glugga hennar,
svo að þeir eru m'i í góðu lagi, nerna hvað ein rúða er brotin á vestur-
gafli, er bæta þarf hið bráðasta. Listar við gólfstykki eru endurbættir
og ný trappa með palli sett við kirkjudyr.
Aftur á móti er hið sama að segja um kirkjugrunninn og áður
var, að þar er um mikla bilun að ræða. Og skorar prófastur á sókn-
arnefnd að láta ekki lengur dragast að ráða bót á því.
Árið 1982, þann 26. júní, var svo samþykkt á safnaðarfundi að
láta gera við kirkjuna. Nokkru síðar, eða 27. ágúst sama ár, kom
prófastur að skoða kirkjuna og segir þá: Um ástand kirkjunnar má
segja svipað og lýst er við síðustu skoðuna. En ágallar þeir, er getið
var þá, hafa vitanlega heldur ágerzt.
Á þessum sama fundi var samþykkt að fá sérfróðan mann til að
skoða kirkjuna, og gæfi hann út álitsgjörð um það, hvað hann teldi
rétt að gera fyrir hana. Þá mun hafa verið ákveðið að láta laga
grunninn og múra í hann.
Enn leið tíminn og ekkert var gert. Árið 1944 var svo samþykkt
á safnaðarfundi að fá Björn Einarsson smið á Blönduósi til að skoða
kirkjuna. Framkvæmdi hann það verk þá um haustið og gaf út álits-