Húnavaka - 01.05.1972, Page 125
H ÚN AVAKA
123
og líkama. Faðir hennar Jón Guðmundsson, söðlasmiður, flutti frá
Lönguhlíð í Eyjafirði vestur í Húnavatnssýslu. Bjó um hríð á Holta-
stöðum, en síðast á Kagaðarhóli.
Foreldrar Jónatans fluttu búferlum að Holtastöðum árið 1883, er
hann var á fjórða ári. Þar festi hann því óslítandi rætur frá upphafi.
Hann var eini sonurinn og ætlað frá upphafi að erfa óðalið. Þeim
mun frekar vegna þess að hann var bráðgjör bæði ti! sálar og líkama.
Þess vegna var það að ráði að
hann var sendur aðeins 16 ára
gamall í Möðruvallaskóla, en
þangað komu langflestir full-
vaxnir í þann tíð. Var það talið
ein orsök þess, að fáir eða engir
skólar hafi komið tiltölulega jafn
mcirgum nemendum sínum til
góðs þroska.
Flestir þeirra reyndust úrvals-
menn og frumherjar þeirrar kyn-
slóðar, sem vart verður véfengt
að bezt hafi haldið boðorðið „að
elska, byggja og treysta á landið.“
Þessi námsvist var Jónatan
alltaf hugstæð og kær. En hann
lét sér hana ekki nægja. Fjórum
árum síðar fór liann utan til Nor-
egs til frekari undirbúnings lífsstarli sínu sem óðalsbóndi. Síðara ár-
ið var hann á búnaðarháskólanum í Asi, víðlrægri stofnun. Heim
kom Jónatan með víðari útsýn, nýjan framkvæmdahug og ýmissar
ráðagerðir um bætta búnaðarhætti. Varð hann nú brátt kunnur for-
göngumaður á heimaslóðum sínum. Hann flntti þegar heim með sér
nokkur hestverkfæri þ. á. m. plóg og fjórhjólaðan vagn og halði síðan
opin augu fvrir gildi véltækninnar, einn þeirra fyrsiu, er tóku henni
tveim höndum og færðu sér hana í nyt eins og kosíur gafsí.
Jósafat faðir hans varð ekki langlífur. Hann andaðisi hausíið 1905,
liðlega sextugur. Bjó Jónatan næstu árin með móður sinni. F.n þá
var hann þegar tekinn að hafa mcirg járn í eldi og varð svo raunar
síðan fram á elliár hans. Árin 1907 og 1909 veitti hann Kaupfélagi
Húnvetninga forstöðu. Síðar var hann áratugum saman í stjórn Jress
Jt>nat;ni J. Lindal,
HoUaslöÖum.